Félagsmálaráð

234. fundur 12. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Ásdís Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Felix Jósafatsson boðar forföll en varamaður hans mætti á fundinn, Guðfinna Ásdís Arnardóttir

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911007Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201911007


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911021Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 201911021


Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911038Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201911038

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Beiðni um aðstoð v.íþrótta barna

Málsnúmer 201911036Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201911036

Bókað í trúnaðarmálabók
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201911001Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201911001


Bókað í trúnaðarmálabók

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911037Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201907016

Bókað í trúnaðarmálabók

7.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál

Málsnúmer 201910076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 11.10.2019. Sent er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbelidsmál, 116. mál
Lagt fram til kynningar

8.Til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.

Málsnúmer 201910107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 18.10.2019. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál
Lagt fram til kynningar

9.Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 10.10.2019. Stígamót óska eftir samstarfi um rekstur félagsins. Stígamót bjóða upp á viðtalsþjónustu og netspjall. Á sl. ári leituðu 784 einstaklingar til þeirra, þarf af 418 í fyrsta skipti og var fjöldi ráðgjafarviðtala alls 2.995
Stígamót hafa í mismiklum mæli boðið upp á þjónustu við fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um helmingur þeirra sem nýta þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur. Síðastliðið ár flaug ráðgjafi frá Stígamótum austur á land hálfsmánaðarlega. Einnig er veitt þjónusta á Norðanverðum vestfjörðum. Rekstur Stígamóta er algjörlega háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem Stígamót veita ekki þjónustu í sveitarfélaginu.

10.Umsókn um styrk til Bergsins headspace fyrir árið 2020

Málsnúmer 201911010Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um styrk til Bergsins headspace fyrir árið 2020 dags. 08.10.2019. Sótt er um 200.000 krónur.
Bergið headspace er stofnað af grasrótarsamtökum sem vildu brúa bil í þjónustu við ungmenni upp að 25 ára aldri, þar sem og margir detta á milli kerfa. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur sækir sér ekki hjálp fyrr en vandinn er orðinn mikill. Kerfin geta líka verið flókin og afmörkuð við tilteknar greiningar eða vanda sem gerir það að verkum að erfitt er að fá heildstæða þjónustu. Bergið headspace er í samvinnu við Headspace í Ástralíu og Danmörku.
Félagsmálaráð hafnar erindinu.

11.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

Málsnúmer 201911020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 20.10.2019 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2020 að fjárhæð 100.000. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Dvalarkonum stendur til boða aðstoð félagsráðgjafa og ráðgjöf lögfræðings við að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að yfirgefa ofbeldissambandið auk þess sem konurnar nýta sé yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af starfandi ráðgjafa á hverjum degi.
Félagsmálaráð samþykkir erindi Kvennaathvarfins og veitir rekstarstyrk að upphæð 100.000 kr. Tekið af lið 02-80-9145

12.Konukot

Málsnúmer 201911014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Konukoti dags.28.10.2019.
Konukot er úrræði Rauða krossins, rekið á þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Hópurinn sem leitar í athvarfið eru fjölbreyttur og samsetning hans mismunandi eftir dögum. Sumar konur koma einu sinni og aðrar mjög oft. Allar eiga þessar konur það sammerkt að þær hafa ekki á annan stað að fara, stundum vantar þær gistingu eina nótt, þær eru að koma og fara úr meðferð. Þær konur sem leita ítrekað í Konukot eiga það þó flestar sameiginlegt að eiga við margþættan og mikinn vanda að stríða, félagslegan, geðrænan og/eða fíkniefnavanda. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir að tilnefndir verði tengiliðir við neyðarathvörfin, Gistiskýlið og Konukot. Tilgangur þess er að tengiliðir sveitarfélaganna og forstöðumenn Gistiskýlisins og Konukots komi sér upp reglubundnu samstarfi. Með bréfi þessu er vonast til tengingar á milli Konukots og annarra sveitarfélaga. Einnig kom fram í símtali við forstöðumann Konukots að komi kona í Konukot sem ekki á lögheimili í Reykjavík, verður sveitarfélagi hennar sendur reikningur fyrir dvöl hennar í úrræðinu.
Erindið lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð fagnar slíkri samvinnu við Konukot.
Fylgiskjöl:

13.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar dags. 22.10.2019. Bent er á að í 15.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga er fjallað um endurgreiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga fái erlendir ríkisborgarar sem ekki eiga lögheimili í landinu fjárhagsaðstoð. Sveitarfélög skulu senda Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar yfirlit yfir útlagðan kostnað eigi síðar en 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar

14.Umsögn sambandsins varðandi breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 201911013Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar dags. 21.10.2019 umsögn sambands Íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu.
Lagt fram til kynningar

15.Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Málsnúmer 201903089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 18.10.2019 frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar þar sem minnt er á að stofnunin sinni eftirliti fyrir hönd ráðherra með framkvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. 3.gr. laganna og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 sbr. 4.gr. laganna,
Að gefnu tilefni bendir Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar á mikilvægi þess að til staðar séu verklagsreglur hjá sveitarfélögum sem taka til alvarlegra atvika í þjónustu við fatlað fólk. Slíkar reglur auka ekki einungis traust á þeirri þjónustu sem verið er að veita heldur tryggja einnig að skráningar upplýsinga og gagna sé rétt og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Lagt fram til kynningar

16.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Lagt var fram uppfært erindisbréf félagsmálaráðs.
Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir félagsmálaráð.
Félagsmálaráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

17.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201911018Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs fyrir árið 2020.
Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá um heimilisþjónustu, lengda viðveru og niðurgreiðslu dagmóðurgjalda. Félagsmálaráð felur starfsmönnum að útfæra gjaldskrá um aksturþjónustu frekar.

18.Fjárhagsstaða sviðsins 2019

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir fjárhagsstaða félagsmálasvið miðað við fjárhagsáætlun ársins 2019
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með fjárhagsstöðu sviðsins fyrir árið 2019

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Guðnadóttir formaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Ásdís Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs