Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 10.10.2019. Stígamót óska eftir samstarfi um rekstur félagsins. Stígamót bjóða upp á viðtalsþjónustu og netspjall. Á sl. ári leituðu 784 einstaklingar til þeirra, þarf af 418 í fyrsta skipti og var fjöldi ráðgjafarviðtala alls 2.995
Stígamót hafa í mismiklum mæli boðið upp á þjónustu við fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um helmingur þeirra sem nýta þjónustuna á hverju ári búa utan Reykjavíkur. Síðastliðið ár flaug ráðgjafi frá Stígamótum austur á land hálfsmánaðarlega. Einnig er veitt þjónusta á Norðanverðum vestfjörðum. Rekstur Stígamóta er algjörlega háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim.