Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða. Endurskoðun til umræðu.

Málsnúmer 201907016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Tekið til umræðu drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoðun á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.

Til umræðu sérstaklega framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála til nefnda og starfsmanna í samræmi við 42. gr. sveitastjórnarlaga. Skilyrði fyrir framsali er að það sé gert til að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðari málsmeðferð. Einnig þarf að tryggja að:

a) Lög eða eðli máls mæli ekki sérstaklega gegn valdframsali.
b) Málin varði ekki verulega fjárhag sveitarfélagsins (í samræmi við fjárhagsáætlun).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum.

Félagsmálaráð - 232. fundur - 10.09.2019

Tekið fyrir erindisbréf félagsmálasviðs.
Félagsmálaráð fór yfir og gerði athugasemdir við erindisbréfið og felur sviðsstjóra að gera viðeigandi breytingar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 114. fundur - 05.11.2019

Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir íþrótta- og æskulýðsráð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Atvinnumála- og kynningarráð - 48. fundur - 08.11.2019

Uppfært erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs lagt fram.
Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og er það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Félagsmálaráð - 234. fundur - 12.11.2019

Lagt var fram uppfært erindisbréf félagsmálaráðs.
Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir félagsmálaráð.
Félagsmálaráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Umhverfisráð - 329. fundur - 13.11.2019

Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir umhverfisráð
Snæþór Vernhardsson vék af fundi kl. 14:57
Umhverfisráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Landbúnaðarráð - 130. fundur - 14.11.2019

Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir landbúnaðarráð.
Landbúnaðarráð samþykkir erindisbréfið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Ungmennaráð - 25. fundur - 15.11.2019

Ungmennaráð gerir tvær athugsemdir við drögin. Ráðið telur að varamenn eigi að vera 5, jafnmargir og aðalmenn. Einnig telur ráðið að í þriðja lið þurfi að vera möguleiki fyrir hendi að bæta við málum á dagskrá eftir að fundarboð hefur verið sent út, enda getur fundarboð verið sent út með löngum fyrirvara.
Ungmennaráð samþykkir að öðru leiti drögin með 5 atkvæðum.

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Íris Hauksdóttir, þjón. og uppl.fulltrúi kom á fundinn kl. 11:15 og fór yfir vinnu við ný skipurit Dalvíkurbyggðar vegna endurskoðunar samþykkta og vinnu við jafnlaunavottun.

Íris vék af fundi kl. 11:30.

Lögð fram endurskoðuð samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Farið var yfir ábendingar frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, ráðgjafa Projects og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Endurskoðuð erindisbréf allra ráða sveitarfélagsins lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð skipurit með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum endurskoðaðar samþykktir um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð erindisbréf með afleiddum breytingum vegna endurskoðunar á samþykktum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjón. og uppl.fulltrúi kom á fundinn kl. 11:15 og fór yfir vinnu við ný skipurit Dalvíkurbyggðar vegna endurskoðunar samþykkta og vinnu við jafnlaunavottun.

Íris vék af fundi kl. 11:30.

Lögð fram endurskoðuð samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Farið var yfir ábendingar frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Dalvíkurbyggðar, ráðgjafa Projects og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Endurskoðuð erindisbréf allra ráða sveitarfélagsins lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð skipurit með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum endurskoðaðar samþykktir um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð erindisbréf með afleiddum breytingum vegna endurskoðunar á samþykktum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem lagði til að samþykktunum ásamt erindisbréfum og skipuritum verði vísað í heild til byggðaráðs á milli umræðna.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa endurskoðuðum samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum og skipuritum til byggðaráðs fyrir síðari umræðu.

Byggðaráð - 929. fundur - 16.12.2019

Síðari umræða um
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Fyrri umræða fór fram í sveitarstjórn 29. nóvember sl. Uppfærð gögn eru í yfirlestri hjá KPMG og borist hafa ábendingar frá Sambandinu sem þarf að skoða.

Sveitarstjóri leggur til, í ljósi tímaskorts undanfarinna daga, að fresta yfirferð byggðaráðs fram í janúar og að uppfærð gögn komi til síðari umræðu sveitarstjórnar á janúarfundi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð til næsta fundar byggðaráðs og að síðari umræða sveitastjórnar verði á janúarfundi.

Byggðaráð - 943. fundur - 07.05.2020

Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 samþykkti byggðaráð samhljóða tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð um skipurit, erindisbréf ráða og samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Síðan þá hefur verið unnið í samþykktum í samvinnu við lögfræðinga Sambandsins og stjórnsýsludeild KPMG og eru því öll gögnin nú lögð fram til fyrri umræðu að nýju.
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Katrín Dóra og sveitarstjóri fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í samvinnu ofangreindra aðila undanfarna mánuði.
Málin rædd.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 08:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 929. fundi byggðaráðs þann 16. desember 2019 samþykkti byggðaráð samhljóða tillögu sveitastjóra um að fresta yfirferð um skipurit, erindisbréf ráða og samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Síðan þá hefur verið unnið í samþykktum í samvinnu við lögfræðinga Sambandsins og stjórnsýsludeild KPMG og eru því öll gögnin nú lögð fram til fyrri umræðu að nýju.
a) Skipurit Dalvíkurbyggðar
b) Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar
c) Erindisbréf fagráða í Dalvíkurbyggð

Katrín Dóra og sveitarstjóri fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í samvinnu ofangreindra aðila undanfarna mánuði.
Málin rædd.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 08:57.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum."

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Jón Ingi Sveinsson
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa skipuritum Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 947. fundur - 11.06.2020

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, fjármála- og stjórnsýslusviði, kom inn á fundinn kl. 13:25.

Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 voru endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða tekin til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Farið yfir breytingar á skipuritum frá fyrri umræðu, aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirliggjandi gögnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlögð endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 voru endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða tekin til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Farið yfir breytingar á skipuritum frá fyrri umræðu, aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirliggjandi gögnum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlögð endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að a) skipuriti Dalvíkurbyggðar, b) samþykkt ums stjórn Dalvíkurbyggðar og c) erindisbréf fagráða og nefnda:
Félagsmálaráð
Atvinnumála- og kynningarráð
Veitu- og hafnaráð.
Fræðsluráð
Umhverfisráð
Menningarráð
Landbúnaðarráð.
Íþrótta- og æskulýðsráð.
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Ungmennaráð.