Málsnúmer 201911018Vakta málsnúmer
Á 927. fundi byggðaráðs þann 21. nóvember 2019 voru eftirtaldar tillögur að gjaldskrám sveitarfélagsins til umfjöllunar og afgreiðslu:
Gjaldskrár Fræðslu- og menningarsviðs:
Gjaldskrá TÁT
Gjaldskrár málaflokks 04
Gjaldskrár málaflokks 05
Gjaldskrár málaflokks 06
Lagt er til að gjaldskrár sviðsins hækki um 2,5% á milli ára að undanskildri gjaldskrá skólamatar sem fylgir skv. samningi neysluvísitölu frá 1. ágúst ár hvert. Hvað varðar gjaldskrár málaflokks 06 þá er í grunninn miðað við 2,5% hækkun.
Gjaldskrár Félagsmálasviðs:
Gjaldskrár um heimilisþjónustu
Gjaldskrá um lengda viðveru
Gjaldskrá um niðurgreiðslu dagmóðurgjalda
Gjaldskrá um akstursþjónustu
Lagt er til að allar gjaldskrár félagsmálasviðs hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs:
Lagt er til að allar gjaldskrár Umhverfis- og tæknisviðs hækki um 2,5% nema gjaldskrá fyrir kattahald sem lagt er til að haldist óbreytt og gjaldskrá sorphirðu sem taki mið af nýrri gjaldskrár Norðurár bs vegna urðunarkostnaðar í Stekkjarvík sem tekur gildi um næstu áramót.
Gjaldskrár Veitu- og hafnasviðs:
Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar - lagt er til að gjaldskráin hækki um 2,5% á milli ára.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir tekjutengdra gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar - lagt er til að felldar verði á brott sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu, að öðru leyti standi gjaldskráin óbreytt.
Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur er óbreytt.
Bókanir byggðaráðs:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar gjaldskrár sviða eins og þær eru lagðar fyrir. Þar sem gjaldskrár hækka og eru tengdar vísitölu verði ný viðmiðunardagsetning 1. september 2019. Sjálfvirkar hækkanir gjaldskrárliða skv. vísitölu verði felldar út úr gjaldskrám sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskránum í heild sinni til samþykktar í sveitarstjórn með breytingum samkvæmt ofangreindum athugasemdum."
Enginn tók til máls.
Valdemar Viðarsson, varamaður, sat fundinn í hennar stað.