Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki III

Málsnúmer 201911096

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2019. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 51,8 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 22.9 m.kr (var 12,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 55,5 m.kr. (var 70 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 90,1 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 330,9 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samantekinn heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2019.