Tekið fyrir erindi dagsett 20. nóvember 2019 frá formönnum stjórna Eyþings, AFE og AÞ þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra á fulltrúum í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á svæðinu.
Óskað er eftir því að tilnefningarnar berist fyrir 25. nóvember nk.
Skv. samþykktum hins nýja félags tilnefna Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð saman einn stjórnarmann. Fyrir liggur samkomulag um að aðalmaður verði tilnefndur frá Fjallabyggð en varamaður frá Dalvíkurbyggð.
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem greindi frá því að aðalmaður frá Fjallabyggð verður Helga Helgadóttir og gaf kost á sér til að sitja í varastjórn hins nýja félags.
Fleiri tóku ekki til máls.