Umhverfisráð

329. fundur 13. nóvember 2019 kl. 13:15 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll og í hennar stæð mætti Snæþór Vernharðsson

1.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fund ráðsins kl. 13:17 Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög og óskar eftir útboðsgögnum í fernu lagi fyrir næsta fund ráðsins.
1. Dalvík gatnakerfi og gangstéttir við götur
2. Dalvík göngustígar utan gatnakerfis
3. Árskógssandur og Hauganes
4. Svarfaðar-og Skíðadalur.


Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs

Málsnúmer 201603025Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu tillaga að breytingu á viðmiðunarreglum snjómoksturs.
Umhverfisráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur fyrir snjómokstur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201910027Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 1. október 2019 óskar UST eftir tilnefningu Dalvíkurbyggðar á fulltrúa í samstarfshóp vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla.
Steinþór Björnsson vék af fundi kl. 14:20

Umhverfisráð tilnefnir Steinþór Björnsson deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Ósk um viðræður um yfirtöku á götulýsingakerfi.

Málsnúmer 201904092Vakta málsnúmer

Til umræðu gögn vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu í Dalvíkurbyggð
Lagt fram til kynningar.

5.Samráðsgátt - Breyting á reglugerð um MÁU og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201911006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi sem birt hafa verið í Samráðsgátt.
Umsagnarferlið stendur til 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar

6.Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201910016Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrá sorphirðu 2020
Umhverfisráð leggur til að gjaldskrá sorphirðu hækki um 2,5% líkt og aðrar gjalsdskrár.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært erindisbréf fyrir umhverfisráð
Snæþór Vernhardsson vék af fundi kl. 14:57
Umhverfisráð samþykkir erindisbréfið með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

8.Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

Málsnúmer 201910103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun dags. 16. október 2019 þar sem bent er á útgáfu ársskýslu um loftgæði ásamt fylgigögnum.
Lagt fram til kynningar

9.Erindi vegna timburveggjar á lóðarmörkum við Hringtún 5, Dalvík

Málsnúmer 201910126Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 16. október 2019 ósk þau Anna Kristín Guðmundsdóttir og Einar Dan eftir aðkomu sveitarfélagsins að viðgerðum á timburvegg við norðuhlið lóðarinnar við Hringtún 5, Dalvík.
Umhverfisráð felur svisstjóra að ræða við eigendur Hringtúns 5 fyrir næsta fund ráðsins.

10.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, göngubrú 2020

Málsnúmer 201910132Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu framkvæmdarleyfi vegna göngubrúar í Friðlandi Svarfdæla.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Svæðisskipulagsnefnd 2019

Málsnúmer 201905164Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar ásamt umhverfisskýrslu.
Einnig lögð fram fundargerð 4 fundar frá 7. nóvember 2019
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til við sveitarstjórn að tillagan um breytingu á svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs