Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.
Á 301. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt með fimm atkvæðum."
Breytingartillögunar varða þjóðveginn í Svarfaðardal en þar er Vegagerðin veghaldari. Ekki er gert ráð fyrir þessari auknu þjónustu og tilfallandi kostnaði í starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2018. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir kr. 19.550.000 í snjómokstur og hálkueyðingu. Áætlað er að nú þegar sé búið að ráðstafa 10 m.kr. af þeirri upphæð.
Til umræðu ofangreint.
Börkur vék af fundi kl. 13:45.