Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer
Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga." Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
Lagt fram til kynningar."
a) Tekið fyrir endanlegt samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbyggðar um uppgjör á framlögum í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð, alls kr. 274.363.526.
b) Tekið fyrir samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjfarðar bs. um uppgör á framlagi í Jafnvægissjóð, kr. 797.103. Fyrir liggur að sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Hafnasamlag Norðurlands skipta með sér greiðslu í samræmi við skilabréf skilanefndar HSE frá 2. maí 2007.
Dalvíkurbyggð greiðir 63,49%, Hafnasamlag Norðurlands 26,74% og Fjallabyggð 9,78%.
c) Tekinn fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1802_13 um lántöku að upphæð kr. 214.500.000 til 15 ára. Um er að ræða verðtryggt lán með breytilegum vöxtum, nú 2,65%. Um er að ræða lántöku vegna uppgjörs við Brú, samanber ofangreint. Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir lántöku Aðalsjóðs að upphæð kr. 169.500.000 en skv. upplýsingum við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að uppgjörsfjárhæðin við Brú yrði lægri.