Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði Dalvíkurbyggðar, dags 19.02. 2018, fundur nr. 856 en þar var tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsettu en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur"-hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.
Í erindi Sólveigar Hlínar kemur fram að hópur sálfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisisns í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinni að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á veg verkefnisins, thinnbestivinur.is og eru hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum.
Sótt er um styrki til fyrirtækja og stofnanna til að fjármagna verkefnið.