Frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur; Umsókn um styrk vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga

Málsnúmer 201802037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 856. fundur - 15.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.

Ungmennaráð - 15. fundur - 28.02.2018

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins 'Þinn besti vinur' - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Ráðið telur að þunglyndi og kvíði ungmenna sé stórt vandamál og telur mikilvægt að auka aðgengi ungs fólks að fræðslu af þessu tagi. Ráðið telur myndbandagerð að þessu tagi muni höfða til ungs fólks og líklegt til árangurs. Ráðið getur því mælt með því að verkefnið verði styrkt. Ef verkefnið verður að veruleika hvetur ungmennaráð til þess að stofnanir Dalvíkurbyggðar sem vinna með ungu fólki, muni nýta sér þessi myndbönd til fræðslu.

Félagsmálaráð - 216. fundur - 13.03.2018

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði Dalvíkurbyggðar, dags 19.02. 2018, fundur nr. 856 en þar var tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsettu en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur"-hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.

Í erindi Sólveigar Hlínar kemur fram að hópur sálfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisisns í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinni að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á veg verkefnisins, thinnbestivinur.is og eru hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum.
Sótt er um styrki til fyrirtækja og stofnanna til að fjármagna verkefnið.
Félagsmálaráð tekur heilshugar undir bókun Ungmennaráðs frá 15. fundi dagsett 28.febrúar 2018 þar sem verkefnið er brýnt og afar áhugavert. Félagmálaráð hvetur byggðarráð til að styrkja verkefnið.


Fræðsluráð - 224. fundur - 14.03.2018

Á 856. fundi byggðaráðs var beiðni um styrkveitingu til geðheilbrigðismála barna og unglinga vísað til umsagnar í fræðsluráði. Með fundarboði fylgdi erindið sem barst frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að mæla með því að Dalvíkurbyggð styrki þetta verkefni.

Byggðaráð - 861. fundur - 28.03.2018

Á 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpóstu þann 12. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar."


Fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði (28.02.2018), Félagsmálaráði (13.03.2018) og Fræðsluráði (14.03.2018) og eiga þær allar það sammerkt að mælt er með því við byggðaráð að styrkja þetta verkefni.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 í ofangreint verkefni, vísað á deild 21010.