Málsnúmer 201802037Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði Dalvíkurbyggðar, dags 19.02. 2018, fundur nr. 856 en þar var tekið fyrir erindi frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsettu en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur"-hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs og fræðsluráðs til umsagnar.
Í erindi Sólveigar Hlínar kemur fram að hópur sálfræðinga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisisns í samvinnu við leikara og framleiðslufyrirtæki vinni að gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á veg verkefnisins, thinnbestivinur.is og eru hugsuð sem forvörn til að sporna við þróun lyndisraskana hjá unglingum.
Sótt er um styrki til fyrirtækja og stofnanna til að fjármagna verkefnið.
Jóhannes Tryggvi Jónsson boðaði forföll og varamaður hans Kristján Guðmundsson kom í hans stað.
Rúna Kristín Sigurðardóttir boðaði forföll og ekki komst varamaður í hennar stað.