Fræðsluráð

224. fundur 14. mars 2018 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Felix Rafn Felixson mætti ekki til fundar og enginn kom í hans stað.
Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1-4, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir,skólastjóri Krílakots, sat fundinn undir liðum 2-3. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, sátu fundinn undir liðum 2-5.
Þuríður Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna mættu ekki og enginn kom í þeirra stað.

1.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu um ástand sundlaugarinnar í Árskógi lögð fram til afgreiðslu. Sviðsstjóri fór yfir efni skýrslunnar og sagði einnig frá því að gengið hefði verið úr skugga um að frárennslislagnir eru í lagi.
Fræðsluráð leggur samhljóða til að farið verði í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir svo fyrirhuguð sundkennsla geti farið fram í sundlauginni í Árskógi nú í vor. Sviðsstjóra er falið að vinna í samstarfi við umhverfis- og tæknivið að nákvæmri kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á sundlauginni og leggja málið fyrir næsta fund ráðsins.
Guðrún Halldóra, Gísli og Guðríður komu til fundar kl.8:53.

2.Skóladagatöl 2018 - 2019

Málsnúmer 201802034Vakta málsnúmer

Tillögur að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lagðar fram.
Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að fresta endanlegri afgreiðslu málsins til næsta fundar þegar búið verður að samræma skóladagatöl leik- og grunnskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskólans á Tröllaskaga eins og kostur er.

3.Ráðning sálfræðings í hlutastarf

Málsnúmer 201709026Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi minnisblað frá Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs, sem varðar mögulega ráðningu sálfræðings til þjónustu við skólana í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að fela sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Guðrún Halldóra fór af fundi kl. 9:30

4.Endurskoðuð stefna grunnskóla Dalvíkurbyggðar um þjónustu við börn með sérþarfir

Málsnúmer 201802035Vakta málsnúmer

Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, kynnti endurskoðaða stefnu um þjónustu Dalvíkurbyggðar við börn með sérþarfir í grunnskólum sveitarfélagsins. Eldri stefna hefur verið í gildi frá árinu 2011.
Fræðsluráð samþykkir endurskoðaða stefnuna með 4 atkvæðum.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð 49. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla ásamt samanburði á stöðu Dalvíkurskóla og landsmeðaltali Lesferils, lesfimiprófs Menntamálastofnunar. Dóróþea Reimarsdóttir, sérfræðingur á fræðslusviði, gerði nánari grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.
Gísli og Guðríður fóru af fundi kl.9:50.

6.Umsókn um styrk vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga

Málsnúmer 201802037Vakta málsnúmer

Á 856. fundi byggðaráðs var beiðni um styrkveitingu til geðheilbrigðismála barna og unglinga vísað til umsagnar í fræðsluráði. Með fundarboði fylgdi erindið sem barst frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur, ódagsett en móttekið í rafpósti þann 12. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur" - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk.
Fræðsluráð samþykkir með 4 atkvæðum að mæla með því að Dalvíkurbyggð styrki þetta verkefni.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201803033Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Þórunn Andrésdóttir varaformaður
  • Auður Helgadóttir aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs