Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í heimsókn á skíðasvæðið í boði stjórnar Skíðafélags Dalvíkur, kl. 14:30.
Á 839. fundi byggðaráðs þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. október 2017, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað á fundi sínum þann 3. október s.l. að bjóða byggðaráði Dalvíkurbyggðar, íþrótta- og æskulýðsráði, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs í heimsókn á skíðasvæðið.
Byggðaráð þakkar gott boð og lætur stjórn Skíðafélags Dalvíkur vita sem fyrst hvaða dagur og tími muni henta."
Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 15:30.
Hlynur Sigursveinsson vék af fundi kl. 15:50.