Byggðaráð

846. fundur 23. nóvember 2017 kl. 13:00 - 14:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni Ungó

Málsnúmer 201709004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl.13:00.

Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að auglýsingu og drög að samningi um útleigu á Ungó við Leikfélag Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindri auglýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga- Basalt Bistro

Málsnúmer 201711057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 15. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um rekstrarleyfi frá Blágrýti ehf. vegna reksturs Basalt cafe bistro að Goðabraut 2, Dalvík. Um er að ræða flokk II.

Meðfylgjandi eru umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga - Blágrýti

Málsnúmer 201711058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 15. nóvember 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blágrýtis ehf. um rekstrarleyfi fyrir Blágrýti til húsa að Hafnarbraut 5, Dalvík. Um er að ræða flokk III.

Meðfylgjandi eru umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi sé veitt.

4.Tillaga að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2018; sorphirðugjald og kostnaður við sorphirðu

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Frá Prima Lögmönnum ehf.; Vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð."

Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum.

6.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð; upplýsingar leikskólastjóra Krílakots og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir upplýsingar frá leikskólastjóra Krílakots og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um þróun barnígilda, heilsdagsígilda og starfsmannafjölda á árunum 2015-2018 vs. þróun tekna og kostnaðar.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá slökkviliðsstjóra; Vegna yfirvofandi framúrkeyrslu

Málsnúmer 201711073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 15.11.2017, þar sem gert er grein fyrir að launaliðir hjá deild 07210; Slökkvilið Dalvíkur, fari fram úr samþykktri fjárhagsáætlun. Óskað er eftir að ekki komi til skerðingar á þeim fjármunum sem eftir standa til endurnýjunar og viðhalds til jöfnunar á launaliðum.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

8.Heimsókn á skíðasvæðið

Málsnúmer 201710022Vakta málsnúmer

Frestað vegna veðurs

Fundi slitið - kl. 14:28.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs