Undir þessum lið kom á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 09:47, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sat fundinn áfram.
Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. var samþykkt sú tillaga að vísa afgreiðslu landbúnaðarráðs frá 118. fundi þann 14. maí 2018 til umfjöllunar byggðaráðs.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs var eftirfarandi:
"Á 117. fundi landbúnaðarráðs var eftirfarandi bókað: "Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi. Ráðið leggur til að haldinn verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins."
Í samræmi við bókun ráðsins frá 114. fundi þann 16. nóvember 2017 þar sem fram kemur að landið henti illa til beitar leggur ráðið til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi fyrir stærra landi umhverfis byggingarlóðina en nauðsynlegt getur talist, að hámarki 2 ha. Landbúnaðarráð hefur kynnt sér það land sem laust er til beitar við Hauganes og leggur til að umsækjendum verði boðið allt að 12 ha lands norðan Hauganess samkvæmt fylgiskjali. Ráðið leggur einnig til að þeir samningar sem gerðir verði um beitar- og slægjulönd séu í samræmi við það samningsform sem sveitarfélagið hefur unnið eftir síðastliðin ár. Samþykkt með þremur atkvæðum. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá PRIMA lögmönnum, dagsettur þann 16. mái 2018, þar sem fram kemur að umbjóðendur PRIMA, eigendur að Árskógi lóð 1, eru ekki alveg sátt við ofangreinda tillögu og lausn landbúnaðarráðs frá fundinum 14. maí s.l. Lagt er til eftirfarandi lausn:
a) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað 2 hektarar í kringum lóð hússins, norðan við Hauganesveg sbr. samkomulag.
b) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem landbúnaðarráð er að bjóða núna, þá til 5 ára með framlengingarmöguleika. Það verði beitiland þeirra á meðan unnið er upp land norðan við Hauganesveg.
c) Eigendum að Árskógi lóð 1 verði úthlutað það land sem fram kemur í bréfi Péturs Einarssonar (ca. 15-20 hektara norðan við Hauganesveg) en sett verði inn í samninginn skilyrði að vinna upp landið og að þau megi ekki beita það fyrr en það sé hæft til beitar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sínum með eigendum að Árskógi lóð 1 annars vegar og fulltrúum íbúasamtakanna á Hauganesi hins vegar.
Til umræðu ofangreint.
Árni vék af fundi kl. 10:26
Börkur vék af fundi kl. 10:54.