Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer
Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:07.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 14:07. Einnig sat sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs áfram fundinn.
Vinnuhópur um húsnæði í eigu sveitarfélagsins hittist á fundi 20. febrúar 2018 til að fara yfir stöðuna í tengslum við tillögur vinnuhópsins.
a) Böggvisstaðaskáli
Fram var komin tillaga um að setja skálann á söluskrá og þá til vara að auglýsa skálann til leigu. Í því sambandi þarf að skoða hvort og hvaða ráðstafanir þarf að gera hvað varðar eigur Dalvíkurbyggðar sem eru geymdar í Böggvisstaðaskála.
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn og Valur viku af fundi kl. 14:24.
b) Gamli skóli
Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 voru málefni "Gamla skóla" til umfjöllunar og eftirfarandi var m.a. bókað:
"a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áætlun unnin af AVH dagsett í október 2017, er varðar mat á þörf á viðhaldi og endurbótum á "Gamla skóla". Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi til ríkisins um húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum."
c) Víkurröst
Í tillögum vinnuhópsins koma fram m.a. vangaveltur um markaðssetningu á húsinu og liður í því eru merkingar á húsinu til að auðkenna hvaða starfsemi fer það fram. Einnig að húsið verði Frístundahús.
d) Rimar
Sjá lið 6. hér á eftir. Málsnr. 201705060.
e) Ungó. Máls nr. 201709004
Útleiga á Ungó er í farvegi hjá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
f) Íbúðir í eigu Félagslegra íbúða.
Samkvæmt tillögum vinnuhópsins var lagt til að sala íbúða tæki mið af því að sveitarfélagið ætti eftir 15 íbúðir.
Dalvíkurbyggð á nú 14 íbúðir, 13 þeirra eru í útleigu og 1 íbúð er nýtt fyrir Skammtímavistun.
Engin íbúð er nú á söluskrá.
Vinnuhópurinn leggur til, að svo stöddu, að ekki verði fleiri íbúðir settar á söluskrá.
g) "Hreiður"
Til umræðu framtíð "Hreiðursins" eftir heimsókn byggðaráðs til Skíðafélags Dalvíkur.
Börkur Þór vék af fundi kl. 14:45.