Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027. Hlynur vék af fundi kl. 13:24. Lagt fram til kynningar."
Tekið fyrir greinargerð frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 21. febrúar 2018, er varðar næstu skref hvað varðar leigusamninga við Stórvaal ehf. um Rima. Fyrir liggur beiðni frá Stórvali ehf. um heimild til að framleigja leigusamninginn til 3ja aðila sem og að gerð verði breyting á leigutíma samningsins þannig að hann verði frá 15. maí til 15. september (4 mánuðir) ár hvert og að frá 16. september til 14. maí (8 mánuðir) verði rekstur Rima í umsjón Dalvíkurbyggðar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs leggur til að miðað við stöðuna sem nú er uppi að gerð viðauka við leigusamning Dalvíkurbyggðar og Stórvals ehf. sé ekki álitlegur kostur heldur er lagt til að Rimar verði auglýstir til leigu allt árið eða hluta úr ári, til allt að 10 ára.
Til umræðu ofangreint.
Hlynur vék af fundi kl. 13:30