Byggðaráð

866. fundur 03. maí 2018 kl. 13:00 - 15:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Leigusamningur Rimar 2017 - 2027

Málsnúmer 201705060Vakta málsnúmer

Á 864. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. "


Á fundinum var farið yfir nýjustu upplýsingar varðandi ofangreint mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita samkomulags við leigutaka um lok leigusamnings í samræmi við umræður á fundinum.

2.Frá Ungmennafélagi Íslands: Framlag sveitarfélaga til íþrótta- og ungmennafélaga - fyrirspurn

Málsnúmer 201804125Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Íslands, rafpóstur dagsettur þann 30. apríl 2018, þar sem leitað er upplýsinga við eftirfarandi spurningum:

1. Hvert er beint fjárhagslegt framlag sveitarfélagsins við íþrótta- og ungmennafélag? (fjárhagsstyrkur og aðstöðustyrkur/innri leigu)

2. (Ef við á) Hvert er beint framlag sveitarfélagsins við íþróttahéraðið?

3. Hvað er frístundastyrkur sveitarfélagsins hár?



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að svara ofangreindu erindi.

3.Frá Slysavarnardeildinni Dalvík; Beiðni um styrk

Málsnúmer 201804107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund.

4.Fjárhagsáætlun 2018; stöðumat janúar - mars - skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201804109Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar - mars 2018, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.

Einnig farið yfir:
Staðgreiðslu janúar- mars 2018 í samanburði við fyrra ár og önnur sveitarfélög.
Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2018 skv. nýjustu upplýsingum. í samanburði við fjárhagsáætlun.
Laun og launatengd gjöld janúar - mars 2018 ásamt stöðugildum, samanburður raun við heimildir.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra; Ársreikningur HNE 2017

Málsnúmer 201804112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem meðfylgjandi er ársreikningur HNE vegna ársins 2017.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisráðs.

6.Frá Greiðri leið; Aðalfundur 2018

Málsnúmer 201804113Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 26. apríl 2018, þar sem boðað er til aðalfundur 11. maí n.k. kl. 15:00.

Lagt fram til kynningar.

7.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Hækkun á framlagi sveitarfélaga 2018 til AFE

Málsnúmer 201805011Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 2. maí 2018 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem kynnt er eftirfarandi bókun frá stjórnarfundi AFE þann 16. apríl s.l.:

"Stjórn AFE samþykkir tillögu framkvæmdastjóra um að leggja fram á aðalfundi AFE 3% hækkun framlaga frá sveitarfélögunum.

Framkvæmdastjóra falið að kynna það fyrir sveitarstjórnum fyrir aðalfund. "

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs