Málsnúmer 201710033Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.
Á 849. fundi byggðaráðs þann 14. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Eimskips Íslands ehf., kt. 421104-3520, þar sem vísað er til fyrra samkomulags frá 14. júlí 2016 til útskýringar á þessu samkomulagi. Um er að ræða samkomulag vegna úthlutun á lóðum nr. 3 og nr. 5 við Sjávarbraut í stað lóðar nr. 7 við Sjávarbraut, sbr. fyrra samkomulag. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag við Eimskip Íslands ehf. eins og það liggur fyrir."
Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar s.l. var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.
Samkvæmt ofangreindu samkomulagi er gert ráð fyrir að sveitarfélagið skili Eimskip malbikaðri lóð og með rafmagnstenglum. Fyrir liggur beiðni frá Eimskip um að sveitarfélagið sjái um framkvæmdina og að ekki verði beðið með hana.
Tekin fyrir beiðni frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 12.000.000 við deild 09290, lykil 4620.
Þorsteinn vék af fundi kl. 08:41.