Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson fundinn.
Á 865. fundi byggðaráðs þann 26. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 21. apríl 2018, þar sem Ragnar fer þess á leit við Dalvíkurbyggð að fá lánað/ leigt Gamla skólahúsið við Skíðabraut undir heildaryfirlitssýningu á verkum JSBrimars "Demöntum Dalvíkur", frá 1. júní 2018 og fram í miðjan ágúst 2018. Sýningin yrði opnuð á afmælisdegi Brimars þann 13. júní. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera drög að leigusamningi um ofangreint í samræmi við umræður á fundinum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi á milli Ragnars Þ. Þóroddsonar og Dalvíkurbyggðar um leigu á fasteigninni við Skíðabraut 12, fastanúmer 215-5188. Leigutími er frá og með 1. júní 2018 og til og með 15. ágúst 2018. Innifalið í leigugjaldi, sem er kr. 0, er rafmagn, heitt vatn, tryggingar og fasteignagjöld. Trygging á sýningarmunum og öðrum munum á vegum leigutaka er á ábyrgð leigutaka.
Til umræðu ofangreint.