Á 858. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara, móttekið þann 15.02.2018, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar til Austurlands í 3 daga. Áætlaður lágmarkskostnaður per mann með rútu er kr. 45.000. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. " Á 301. fundi sveitarstjórnar þann 20. mars 2018 var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi nýtt erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 21. maí 2018, þar sem fram kemur að 18. júní n.k. ætla félagar í Félagi eldri borgara að fara í skemmtiferð austur á Hérað og gista í Svartaskógi, þaðan ætla þau að ferðast um austurland. Til þess að gera þetta fjárhagslega auðveldara, fyrir félagsmenn þurfum við að niðurgreiða ferðina. Því er óskað eftir ferðastyrk að upphæð kr. 50.000 - kr. 100.000.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 100.000. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 100.000, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2018, deild 02400 og lykill 9145 , mætt með lækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.