Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 09:59.
Á 17. fundi ungmennaráðs þann 25. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014."
Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs."
Samkvæmt V. kafla, 11. gr. Æskulýðslaga frá 2007 eiga sveitarstjórnir að hlutast til um að stofnað sé ungmennaráð. Hlutverk þess er m.a. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.
Til umræðu ofangreint.