Erindisbréf Ungmennaráðs

Málsnúmer 201802129

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 15. fundur - 28.02.2018

Ungmennaráð fór yfir ný drög að erindisbréfi ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna áfram í drögunum samkvæmt umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Ungmennaráð - 16. fundur - 28.03.2018

Frestað til næsta fundar.

Ungmennaráð - 17. fundur - 25.04.2018

Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014.

Byggðaráð - 868. fundur - 24.05.2018

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 09:59.


Á 17. fundi ungmennaráðs þann 25. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014."

Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs."

Samkvæmt V. kafla, 11. gr. Æskulýðslaga frá 2007 eiga sveitarstjórnir að hlutast til um að stofnað sé ungmennaráð. Hlutverk þess er m.a. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.

Byggðaráð - 896. fundur - 14.02.2019

Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 12. febrúar 2019, þar sem fram kemur sú ósk að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til umfjöllunar og afgreiðslu þótt ekki liggi fyrir heildarendurskoðun á erindisbréfum sveitarfélagsins.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála.

Ungmennaráð - 20. fundur - 19.02.2019

Á 868. fundi byggðaráðs þann 24. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022."

Á 896. fundi byggðaráðs þann 14. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"a) Byggðaráð bendir á að eldra erindisbréf er enn í gildi og kosning í Ungmennaráð á ungmennaþingi var ekki í samræmi við gildandi erindisbréf. Byggðaráð ítrekar þó að ekki verði farið fram á endurkjör og að núverandi ráð hafi umboð.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka erindisbréfið til endurskoðunar, t.d. atriði eins og skipun í ráðið, kynjahlutfall, fjölda funda, fullnaðarafgreiðsla mála."
Lagt fram til kynningar.