- Þjónusta
- Myndasafn
- Fjölskyldan
- Menntun
- Hafnir
- Íþróttir og tómstundarstarf
- Endurvinnsla
- Umhverfi
- Skipulags- og byggingarmál
- Dýrahald í Dalvíkurbyggð.
- Veitur og hafnir
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Svið
- Fjármál og rafræn stjórnsýsla
- Ársreikningur
- Fjárhagsáætlun
- Þjónustugátt
- Gjaldskrár
- Eyðublöð
- Ábendingar
- Álestur hitaveitu
- Beiðni um aðgang að upplýsinum hjá Dalvíkurbyggð
- Leyfi til búfjárhalds
- Umsókn um starf tilumsjónarmanns/persónulegs ráðgjafa
- Niðurgreiðsla dagmæðra
- Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
- Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
- Leyfi til götusölu eða útimarkaðar
- Byggingafulltrúi-ýmis eyðublöð
- Hvernig gerum við gott samfélag betra?
- Hádegismatur og mjólkuráskrift í Dalvíkurskóla
- Umsókn um að gerast stuðningsforeldri
- Leiðbeiningar um söfnun undirskrifta
- Opið bókhald
- Mannauður
- Mannlíf
- Spurt og svarað
- Hafnir
- Þátttaka íbúa
- Fréttir og tilkynningar
- Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses
- Fréttir og tilkynningar
- Barnaverndarnefnd
- Gögn vegna Selárlands
- Dalvíkurbyggð
- Aðdragandi farsældarlaganna
- Aðdragandi farsældarlaganna
- Öldungaráð
- Öldungaráð
- Yfirkjörstjórn
Ályktunin:
Forsvarsmenn ráðstefnunnar þakka þeim sveitarfélögum og félagasamtökum sem hafa stofnað ungmennaráð og veitt ungmennum vettvang til áhrifa.
Ungmennum á Íslandi finnst vegir landsins vera í niðurníðslu. Bæta þarf samgöngur um allt land og veita sveitarfélögum heimild til að laga vegi sem heyra undir Vegagerðina. Þar má nefna Grindavíkurveginn þar sem að mörg alvarleg- og banaslys hafa orðið á þeim vegi. Ungt fólk notar samgöngur daglega, hvort sem þau séu farþegar eða ökumenn og viljum við öll að þau komist heilu og höldnu til náms eða í vinnu. Samgöngubætur má fjármagna með komugjöldum á erlenda ferðamenn, þar sem þeir eru orðnir stór hluti þeirra sem nota vegakerfi landsins. Lítils háttar komugjald þarf til að fjármagna endurbætur á vegakerfinu.
Kvíði og þunglyndi hefur aukist mikið í röðum ungmenna á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Stytting framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú og minni tími nemenda til að sinna félagsstörfum er að stórum hluta orsakavaldur að mati ungmenna. Það þarf að festa það í lög að það séu starfandi sálfræðingar í öllum grunn- og framhaldssólum á landinu. Einnig vantar betri forvarnir í geðheilbrigðismálum og gætu starfandi skólasálfræðingar séð um þá fræðslu.
Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu mikið um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár í sveitastjórnakosningum. Lýðræðisfræðsla og stjórnmálafræðsla þarf að vera aukin í grunn- og framhaldsskólum og nauðsynlegt er að gera heimasíðu Alþingis aðgengilegri og skiljanlegri.
Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa að ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Við viljum einnig þakka Evrópu unga fólksins fyrir að veita okkur styrk og gera okkur kleift að halda ráðstefnuna. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda, auka og víkka tengslanet sitt, ræða viðhorf sín, koma þeim á framfæri og sanna fyrir jafningjum sínum að ungmenni geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka ungmennaráð UMFÍ sér til fyrirmyndar.
Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag!