Á 17. fundi ungmennaráðs þann 25. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð lýsir yfir óánægju sinni með vinnubrögð við niðurlögn á starfi forstöðumanns Víkurrastar á sínum tíma. Ráðið telur að ekki hafi verið skoðað nægilega vel þörfin á því að ráða í starfið aftur með tilvísan í mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar, þar segir að áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar skal forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri ef tilefni er til meta þörf fyrir ráðningu í starfið. Ljóst er að mikil þjónustuskerðing hefur átt sér stað og telur ráðið nauðsynlegt að ráðinn verði forstöðumaður sem sinnir starfi félagsmiðstöðvar og ungmennarstarfs í Víkurröst. Það er þá einnig í samræmi við tillögur vinnuhóps um nýtingu Víkurrastar um að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Ráðið telur það ekki samræmast að leggja meiri áherslu á starfsemi Víkurrastar og um leið að leggja niður starf forstöðumanns. Ráðið leggur til að málið verði endurmetið og að ráðið verði aftur í sambærilegt starf forstöðumanns Víkurrastar. Ráðið telur mikilvægt að búið verði að vinna þetta fyrir upphaf starfsárs félagsmiðstöðvar næsta haust. Ráðið er tilbúið að koma að þeirri vinnu við að meta og fara yfir með hvaða hætti sé best að endurskipuleggja starfið."
Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður.
Til umræðu ofangreint.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14