Málsnúmer 201812039Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2018 þar sem búið er að bæta við viðaukum samkvæmt málum 201811072, 201811071, 201811141, 20181142, 201812040 og leiðrétting á 201809107. Um er að ræða viðauka nr. 39-44 ásamt leiðréttingu á viðauka nr. 34.
Áætluð niðurstaða Samantekið A- og B-hluta er fyrir árið 2018 kr. 158.127.000 og þar af A-hluti samtals kr. 114.658.000. Áætluð lántaka að upphæð 70 m.kr. vegna Eignasjóðs er tekin út og áætlaðar fjárfestingar eru kr. 291.690.000 og hafa lækkað um 6,4 m.kr. frá heildarviðauka III.
Til umræðu ofangreint.