Samþykkt / skipulagskrá fyrir Dalbæ

Málsnúmer 201708042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 842. fundur - 26.10.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.

Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
"3.
Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefin.
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu.

Byggðaráð - 874. fundur - 23.08.2018

Á 842. fundi byggðaráðs þann 26. október 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.

Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
'3.
Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefni.
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir.'

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu."

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins og stöðu þess nú.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ. Áætlaður kostnaður allt að kr. 600.000 án vsk er vísað á deild 21010, lið 4391.

Byggðaráð - 889. fundur - 06.12.2018

Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn.

Byggðaráð - 890. fundur - 13.12.2018

Á 889. fundi byggðaráðs þann 6. desember s.l. var eftirfarandi bókað:

"Á 874. fundi byggðaráðs þann 23. ágúst 2018 var samþykkt að fela KPMG áframhaldandi vinnu við skipulagsskrá fyrir Dalbæ og skráningu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar og yfirferðar gögn er varðar ofangreint. Upplýst var á fundinum að næsti fundur stjórnar Dalbæjar er á mánudaginn og verður þetta mál þá tekið fyrir þar. Markmiðið er að hægt sé að taka tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 18. desember n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í meðfylgjandi gögn. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.
b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra.

Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar.

Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Á 890. fundi byggðaráðs þann 13. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra. Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar. Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær.
Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög yfirfarin af KPMG og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Drögin verða tekin fyrir á næsta stjórnarfundi Dalbæjar.

Til umræðu ofangreind drög að skipulagsskrá fyrir Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulagsskrá fyrir Dalbæ og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 310. fundur - 19.02.2019

Á 895. fundi byggðaráðs þann 7. febrúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 890. fundi byggðaráðs þann 13. desember 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi a) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar á fundi þann 10. desember s.l. með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum. b) Tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæ eftir yfirferð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með ábendingum sviðsstjóra. Ofangreindum ábendingum hefur verið komið á framfæri við KPMG til skoðunar. Stjórn Dalbæjar tók einnig fyrir á fundi sínum þann 10. desember s.l. önnur gögn í tengslum við skráningu Dalbæjar sem stjórnin þarf að ganga frá og fóru hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri yfir þau skjöl á vinnufundi í gær. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög yfirfarin af KPMG og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Drögin verða tekin fyrir á næsta stjórnarfundi Dalbæjar. Til umræðu ofangreind drög að skipulagsskrá fyrir Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að skipulagsskrá fyrir Dalbæ og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að skipulagsskrá fyrir Dalbæj eftir yfirferð stjórnar Dalbæjar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að skipulagsskrá Dalbæjar og felur sveitarstjóra að undirrita fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Til upplýsingar úr fyrirtækjaskrá skráning Dalbæjar, kt. 580178-0229, dagsett þann 28. maí 2019 samkvæmt rekstrarformi: Aðrar sjálfseignarstofnanir og samkvæmt Ísat flokkun: 87.30.10 Dvalarheimili aldraða.
https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5801780229


Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillaga að skipulagsskrá Dalbæjar.
Lagt fram til kynningar.