Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.
Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
"3.
Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefin.
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir."
Til umræðu ofangreint.