Málsnúmer 201907042Vakta málsnúmer
a)Tekið fyrir erindi frá fasteignasölunni Byggð fyrir hönd Önnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur, móttekið þann 11. júlí 2019, er varðar sumarbústaðinn Hamar, fastanúmer 215-5676 og forkaupsrétt Dalvíkurbyggðar samkvæmt lóðarleigusamningi fyrir lóðina. Óskað er eftir staðfestingu á að Dalvíkurbyggð ætli ekki að nýta forkaupsrétt sinn á eigninni.
b) Tekið fyrir erindi frá Önnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur, dagsett þann 3. júlí 2019 en móttekið 11. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur um leigulóðina sem er landspilda úr landi jarðarinnar Hamri þar sem sumarhúsið stendur á. Samningurinn yrði efnislega samhljóða eldri samningi frá 15. desember 1979 að því undanskildu að lóðarmörk og lóðarstærð komi fram í honum í samræmi við meðfylgjandi lóðarblað.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig þinglýstur lóðarleigusamningur frá 1979, staðfest deiliskipulag fyrir svæðið, lóðarblað frá 19.10.1992.
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn vék af fundi kl. 08:10.