Tekið fyrir erindi frá Örnefnanefnd, dagsett þann 26. júní 2019, þar sem Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á islenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Nefndin beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi. Vísað er meðal annars til útvarpsþáttar þar sem fram kemur að á kortavefnum Google Maps er ekki örnefnið Breiðamerkursandur en í þess stað er Diamond Beach. Þessi ensku nöfn eru ýmist þýðingar á íslenskum nöfnum, t.d. Wishpering Cliffs í stað nafnsins Hljóðaklettar eða ný nöfn, t.d. Black Sand Beach í stað Reynisfjöru.
Til umræðu ofangreint.