Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 22. júlí 2019 er varðar viðgerð á snjótroðara félagsins, breytta viðgerðaáætlun og ófyrirséð viðhald. Fram kemur að viðgerð stendur nú yfir á snjótroðara Skíðafélags Dalvíkur og var áætlaður kostnaður kr. 5.000.000. Nú hefur komið í ljós að umtalsvert meira þarf að gera við troðarann en í upphafi var áætlað. Ný áætlun er kr. 8.274.879 og til að mæta þessum aukna kostnaði er óskað eftir því að fá að breyta áður gerðri viðgerðaráætlun sem miðast við að gera dælurnar upp og vinna verkið að stærstum hluta í sjálfboðavinnu. Áætlun út frá nýrri viðgerðaáætlun er kr. 5.989.018 með fyrirvara um verðhækkanir. Þrátt fyrir þessa hagræðingu tekst ekki samt að halda viðgerðarkostnaði samkvæmt upphaflegu áætluninni, mismunurinn er áætlaður kr. 989.018.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur, mánudaginn 22. júlí s.l. í kjölfar rafpóstar þann 16. júlí 2019 frá félaginu um sama efni.
Til umræðu ofangreint.