Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 7:30.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra, dagsett þann 22. júlí 2019, er varðar endurbætur á Sultartangavirkjun. Fram kemur í samningi frá árinu 1988 milli Vatnsveitu Dalvíkur og frystihúss Ú.K.E. Dalvík, að frystihúsið fær rekstur mannvirkja vatnsveitunnar í Brimnesá á leigu.
Við byggingu á nýju frystihúsi Samherja hf. verður meiri kælivatnsþörf hússins og meiri krafa um gæði vatnssins. Spurningar hafa vaknað um hvort ekki sé eðlilegt að fara í endurbætur á þeirri aðstöðu sem í boði er og hugsanlega að koma fyrir dælum til að auka flutningagetu lagnakerfis. Samhliða þessu væri til skoðunar að fella áðurnefnt leigugjald inn í gjaldskrá veitunnar og hugsanlega selja vatnið eftir mældu magni samkvæmt gjaldskrá.
Til umræðu ofangreint.