Á 317. fundi sveitarstjórnar þann 31. október 2019 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum. Einnig fór hún yfir helstu forsendur, framkvæmdir og lykiltölur í fjárhagsáætlun 2020 sem og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023. Þá færði hún samstarfsfólki í sveitarstjórn þakkir fyrir gott samstarf og starfsfólki fyrir mjög góð störf við vinnu við fjárhagsáætlun.
2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 105.046.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 755.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 92.814.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 351.588.000.
Áætluð lántaka kr 30.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 366.059.000.
Veltufjárhlutfall 1,07
2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 132.171.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 14.681.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.050.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 268.000.000.
Áætluð lántaka 0 kr
Veltufé frá rekstri kr 399.976.000.
2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 129.109.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 15.816.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 91.977.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 275.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 406.718.000.
2023:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 118.299.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 13.906.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.320.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 349.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 407.547.000.
Einnig tóku til máls:
Gunnþór E. Gunnþórsson sem tók undir þakkir til samstarfsfólks í sveitarstjórn og starfsfólks sveitarfélagsins.
Guðmundur St. Jónsson sem m.a. þakkaði kærlega öllum sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og að auglýsingin verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.