Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023; drög að tímaramma

Málsnúmer 201905027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

a) Farið yfir tillögu að tímaaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2020-(2023). Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 18.nóvember 2019.
b) Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Skv.tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 2.september 2019.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðan tímaramma að starfs-og fjárhagsáætlun 2020-(2023).

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og að auglýsingin verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí s.l. var til umfjöllunar tímarammi og auglýsing vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2023. Samkvæmt tímarammanum á byggðaráð að fjalla um verkefni, framkvæmdir, áherslur, stefnu, verklag og markmið á tímabilinu 16.05.2019 - 12.09.2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 eiga að vera til umfjöllunar frumdrög að fjárhagsrömmum.

Með fundarboði fylgdi yfirlit sem sýnir samanburð á málaflokkum með rauntölum áranna 2016 - 2019 í samanburði við fjárhagsáætlanir hvers árs fyrir sig og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir samantektina.

Með fundarboði fylgdi einnig þjóðhagsspá að sumari 2019, dagsett 10.05.2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

a) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2020.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júlí 2019, er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar.

b) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samþykkt stjórnar Sambandsins vegna álagsprósenta fasteignaskatts.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi þann 21. júní 2019 þar sem minnt er á yfirlýsingu Sambandsins í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl þar sem sveitarfélögin eru hvött til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% árið 2020,en minna ef verðbólgan verði lægri.

c) Annað skv. tímaramma
a) Lagt fram til kynningar
b) Lagt fram til kynningar
c) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Á 912. fundi byggðaráðs þann 11. júlí s.l. var eftirfarandi bókað:
"a) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2020. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júlí 2019, er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar. b) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samþykkt stjórnar Sambandsins vegna álagsprósenta fasteignaskatts. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi þann 21. júní 2019 þar sem minnt er á yfirlýsingu Sambandsins í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl þar sem sveitarfélögin eru hvött til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% árið 2020,en minna ef verðbólgan verði lægri. c) Annað skv. tímaramma a) Lagt fram til kynningar b) Lagt fram til kynningar c) Lagt fram til kynningar. "

Á fundinum kynnti sveitarstjóri hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Á 913. fundi byggðaráðs þann 25. júlí s.l. var vinna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar. Sveitastjóri kynnti á fundinum hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

Til umræðu fjárhagsrammi 2020, einstök verkefni, framkvæmdir og áherslur í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 916. fundur - 29.08.2019

Á 915. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 913. fundi byggðaráðs þann 25. júlí s.l. var vinna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar. Sveitastjóri kynnti á fundinum hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019. Til umræðu fjárhagsrammi 2020, einstök verkefni, framkvæmdir og áherslur í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. "

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri kynntu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2020 og þeim forsendum er liggja að baki, sbr. eftirfarandi vinnugögn:

a) Forsendur rammaáætlunar í NAV fjárhagsáætlunarkerfi.
b) Einskiptisverkefni inn og út.
c) Viðaukar ársins 2019 sem teknir eru út úr ramma 2020.
d) Launaáætlun 2020 unnin af launafulltrúa skv. þarfagreiningu launa frá stjórnendum. Samanburður við launaáætlun 2019 með samþykktum viðaukum.
e) Áætluð stöðugildi 2020 í samanburði við árið 2019 skv. launaáætlunum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum á milli funda byggðaráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 46. fundur - 04.09.2019

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fer yfir starfsáætlun sína fyrir árið 2019 og áætlun næsta árs. Sveitarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21-50, sem viðkemur starfi þjónustu- og upplýsingafulltrúa og málaflokks 13-10 og 13-41 undir atvinnumál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023
a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun

Þar sem ekki hefur tekist að klára að uppreikna fjárhagsramma m.v. breytingar leggur sveitarstjóri til að fresta þessum lið um viku. Á næsta fundi byggðaráðs verði tillaga að fjárhagsrömmum lögð fram til afgreiðslu ásamt endurskoðuðum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Á 916. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst 2019 var fjallað um drög að fjárhagsramma fyrir árið 2019, forsendur með fjárhagsáætlun 2020-2023 og fleiri mál er varða vinnuna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020-2023. Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var liðnum frestað og er því til afgreiðslu hér.
a) Tillaga að fjárhagsramma 2020
Sveitarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsramma ársins 2020 og helstu forsendur.

b) Tillaga að forsendum með fjárhagsáætlun
Sveitarstjóri kynnti tillögu Dalvíkurbyggðar að forsendum með fjárhagsáætlum 2020.

c) Endurskoðun tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023).
Sveitarstjóri kynnti stöðu vinnu við fjárhagsáætlun 2020-(2023).
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fjárhagsramma 2020 eins og hann liggur fyrir með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðar forsendur með fjárhagsáætlun með orðalagsbreytingu í 2.lið.

c) Áður samþykktur tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020-(2023) stendur óbreyttur.

Byggðaráð - 919. fundur - 19.09.2019

Guðmundur Stefán Jónsson mætti til fundar að loknum 4. lið kl. 09:13.
a) Farið yfir yfirlit launaáætlunar og stöðugildi.

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi kom inn á fundinn undir 5. lið a) kl. 09:13.

Rúna fór yfir launaáætlun og stöðugildi sem liggja að baki fjárhagsrömmum til stjórnenda.

Rúna vék af fundi kl. 09:36.

b) Ákvörðun um aukafundi byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Rætt um tímasetningar á aukafundum byggðaráðs á næstunni.
a) Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir yfirferðina.

b) Byggðaráð samþykkir að aukafundir vegna vinnu við fjárhagsáætlun verði sem hér segir:
7. október kl. 16:00
8. október kl. 16:00
9. október kl. 16:00

Byggðaráð - 921. fundur - 07.10.2019

Rúna Kristín Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir 1. a) og b) lið.

a) Frá fræðslu- og menningarsviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 16:00.

Gísli kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 18:27.

b) Frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Katrín sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fjármála-og stjórnsýslusviðs vegna ársins 2020. Rúna fór yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Rúna vék af fundi kl. 18:40.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 233. fundur - 08.10.2019

Á fundi sveitarstjórnar þann 17. september 2019 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2020-2023. "Sveitarstjórn samþykkir að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 922. fundur - 08.10.2019

a) Frá veitu- og hafnaráði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 16:00.

Þorsteinn kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs vegna 2020.

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kom á fundinn kl. 16:35.

Rúna og Þorsteinn fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 17:23.

b) Frá félagsmálasviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Undir þessum lið kom á fundinn Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 17:23.

Eyrún kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs vegna ársins 2020. Rúna og Eyrún fóru yfir skil á vinnubókum sviðsins.

Rúna vék af fundi kl. 18:10.

Til umræðu ofangreint.



Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 242. fundur - 09.10.2019

Sveitarstjórn samþykkti 17. sept. að hvetja fagráð og stjórnendur til að vinna með tillögur vinnuhópa byggðaráðs til hliðsjónar bæði við fjárhagsáætlunarvinnu og starfsáætlanir 2020.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 923. fundur - 09.10.2019

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn kl. 16:00 og sat fundinn undir liðum 1 og 2.

Frá umhverfis- og tæknisviði vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

Börkur kynnti fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins og tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs vegna ársins 2020. Einnig fór hann yfir vinnubækur sviðsins.

Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 924. fundur - 17.10.2019

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, mættu á fundinn kl. 14:30.

a) Eignasjóður, farið yfir viðhald og framkvæmdir fyrir fjárhagsáætlun 2020.

Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 15:05.

Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn kl. 15:05.

b) Þorsteinn fór yfir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun en KPMG var fengið til að aðstoða við fjárhagsáætlunarvinnu. Farið yfir fjárhagslíkan samstæðunnar m.v. stöðu fjárhagsáætlunarvinnu.

Þorsteinn vék af fundi kl. 16:33.

c) Umræða um fjárfestingar og framkvæmdir m.v. uppl. úr a. og b. lið.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð þakkar Þorsteini fyrir yfirferðina yfir fjárhagsáætlunarstöðuna.

Byggðaráð samþykkir að halda aukafund mánudaginn 21.október nk. kl. 16:00 þar sem farið er í það sem útaf stendur, álagningar og gjaldskrár í heild sinni og áframhaldandi umræðu um fjárfestingar og framkvæmdir.

Byggðaráð - 925. fundur - 21.10.2019

Yfirferð byggðaráðs á ýmsum atriðum er varða vinnu við fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023:
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs, heildarlista yfir búnaðarkaup, áætlun fyrir fjárfestingar og samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.
Lagt fram til kynningar og frekari vinnslu fram að næsta fundi.

Byggðaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fara yfir framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og leggja uppfærða tillögu fyrir næsta byggðaráðsfund.

Byggðaráð - 926. fundur - 24.10.2019

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars.

Lokayfirferð yfir framkvæmdir, fjárfestingar, búnaðarlista og viðhaldsliði fjárhagsáætlunar. Tekinn saman listi með athugasemdum byggðaráðs. Endurskoðandi hefur tekið frá tíma á mánudag til að setja upp fjárhagslíkan eftir athugasemdir. Því liggur fyrir tillaga um að fresta fundi sveitarstjórnar og fyrri umræðu til fimmtudagsins 31. október kl. 16:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 31. október kl. 16:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Á 926. fundi byggðaráðs þann 24. október 2019 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir umfjöllun um málefni Golfklúbbsins Hamars. Lokayfirferð yfir framkvæmdir, fjárfestingar, búnaðarlista og viðhaldsliði fjárhagsáætlunar. Tekinn saman listi með athugasemdum byggðaráðs. Endurskoðandi hefur tekið frá tíma á mánudag til að setja upp fjárhagslíkan eftir athugasemdir. Því liggur fyrir tillaga um að fresta fundi sveitarstjórnar og fyrri umræðu til fimmtudagsins 31. október kl. 16:15.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 31. október kl. 16:15. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem fór yfir vinnu stjórnenda og byggðaráðs undanfarnar vikur við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2023. Einnig kynnti hún helstu niðurstöður frumvarpsins. Ljóst er að það þarf að fara í frekari vinnu í byggðaráði á milli umræðna til að ná fram markmiðum í rekstri og auka handbært fé í árslok 2020.

Guðmundur St. Jónsson.
Gunnþór E. Gunnþórsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 927. fundur - 21.11.2019

Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun vísað til byggðaráðs á milli umræðna.

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom inn á fundinn kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga.

Guðmundur St.Jónsson vék af fundi kl. 13:09 undir umræðu um fjárfestingar íþróttafélaga vegna vanhæfis.

Rætt um langtímaáætlun vegna fjárfestingarþarfar íþróttafélaganna.

Guðmundur St. kom aftur inn á fundinn kl. 13:25.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 13:30.

Lagður fram til upplýsinga rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember 2019, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára

Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu-og hafnasviðs kom inn á fundinn kl. 14:05 undir umræðu um kostnað við vigtarmál við Dalvíkurhöfn.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

Tekið fyrir vinnuskjal sveitarstjóra, breytingar á milli umræðna og málin rædd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Sveitarstjórn - 318. fundur - 29.11.2019

Á 317. fundi sveitarstjórnar þann 31. október 2019 var tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til máls tók;
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna og helstu niðurstöðum. Einnig fór hún yfir helstu forsendur, framkvæmdir og lykiltölur í fjárhagsáætlun 2020 sem og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023. Þá færði hún samstarfsfólki í sveitarstjórn þakkir fyrir gott samstarf og starfsfólki fyrir mjög góð störf við vinnu við fjárhagsáætlun.

2020:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 105.046.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 755.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 92.814.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 351.588.000.
Áætluð lántaka kr 30.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 366.059.000.
Veltufjárhlutfall 1,07

2021:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 132.171.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 14.681.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.050.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 268.000.000.
Áætluð lántaka 0 kr
Veltufé frá rekstri kr 399.976.000.

2022:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 129.109.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 15.816.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 91.977.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 275.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 406.718.000.

2023:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta kr 118.299.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóð kr 13.906.000 jákvætt.
Rekstrarniðurstaða Eignasjóðs kr 94.320.000 jákvætt.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr 349.500.000.
Áætluð lántaka kr 50.000.000.
Veltufé frá rekstri kr 407.547.000.

Einnig tóku til máls:
Gunnþór E. Gunnþórsson sem tók undir þakkir til samstarfsfólks í sveitarstjórn og starfsfólks sveitarfélagsins.
Guðmundur St. Jónsson sem m.a. þakkaði kærlega öllum sem komu að vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum og byggðaráði bestu þakkir fyrir vinnuna að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.

Menningarráð - 77. fundur - 27.01.2020

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2020.
Lagt fram til kynningar