Byggðaráð

910. fundur 13. júní 2019 kl. 08:15 - 11:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Þórunn Andrésdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um fund vegna viðvarandi rekstrarvanda Skíðafélagsins

Málsnúmer 201906017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 11.júní 2019. Erindið er í þremur liðum og er óskað eftir umfjöllun um þá:

Liður A: Rekstrarvandinn í dag og lausn hans.
Liður B: Nýr samningur
Liður C: Viðhald og framkvæmdir í fólkvanginum, á skíðasvæðinu og nærumhverfi Brekkusels.

Þá eru lögð fram með erindinu fjögur fylgiskjöl með upplýsingum um stöðu mála ásamt aðsóknartölum og framlögum í samanburði við önnur skíðasvæði á landinu af sambærilegri stærð.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með Snæþóri Arnþórssyni, Elísu Rún Ingvarsdóttur og Gerði Olofsson frá Skíðafélagi Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til íþrótta- og æskulýðsráðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umhverfis- og tæknisviðs.

2.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201710074Vakta málsnúmer

Í óformlegum vinnuhópi fyrir jafnlaunavottun eru sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri félagsmálasviðs. Vinnuhópurinn hefur nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun en þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir lok árs 2019.

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs sagði frá námskeiði um jafnlaunavottun sem hún og launafulltrúi sátu á Akureyri í 17. maí s.l. og stöðu mála.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilboðum í ráðgjöf og aðstoð við gerð jafnlaunavottunar annars vegar og hins vegar í jafnlaunavottun.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201903080Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar - vinnuhópar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Farið yfir flokkun á tillögum vinnuhópa vegna skoðunar á rekstri og starfsemi Dalvíkurbyggðar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2020 - 2023.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem eru á ábyrgðasviði hans í tillögunum.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 eiga að vera til umfjöllunar frumdrög að fjárhagsrömmum.

Með fundarboði fylgdi yfirlit sem sýnir samanburð á málaflokkum með rauntölum áranna 2016 - 2019 í samanburði við fjárhagsáætlanir hvers árs fyrir sig og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir samantektina.

Með fundarboði fylgdi einnig þjóðhagsspá að sumari 2019, dagsett 10.05.2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

6.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 201905003Vakta málsnúmer

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

Með fundarboði fylgdu drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um Grænbók. Tekið til umræðu.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að umsögn Dalvíkurbyggðar.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun aukalandsþings Sambandsins 2019

Málsnúmer 201906024Vakta málsnúmer

Á 871. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí sl., var samþykkt að boða til aukalandsþings til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Með fundarboði fylgdi boð til XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður það haldið föstudaginn 6. september 2019 á Grand hótel Reykjavík. Landsþingið hefst kl. 10:30 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki um kl. 15:00 sama dag.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs