Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 201905003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375
Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375 Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

Með fundarboði fylgdi umræðupunktar og spurningar (vinnugögn innanhúss) varðandi umfjöllun um ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn frá íbúum sveitarfélagsins um Grænbókina með auglýsingu á vefmiðlum sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Á 908. fundi byggðaráðs þann 23.maí 2019 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. "

Með fundarboði fylgdu drög að umsögn frá Dalvíkurbyggð um Grænbók. Tekið til umræðu.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að umsögn Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 918. fundur - 12.09.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur 5. september 2019 þar sem vakin er athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Annas vegar er um að ræða umsögn Byggðastofnunar um tillöguna og hins vegar lögfræðilegt álit á stjórnskipunarlegum atriðum hennar.
Þá er vakin athygli á að í samráðsgáttinni eru framkomnar tillögur og fylgiskjöl til umsagnar er varða reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.