Málsnúmer 201902027Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 kjörnir fulltrúar úr umhverfisráði; Haukur Gunnarsson, formaður, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Helga Íris Ingólfsdóttir, aðalmaður, Eva Guðmundsdóttir, aðalmaður, Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll, Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll á fund byggðaráðs þannig að Kristján E. Hjartarson, varamaður í sveitarstjórn, mætti á fundinn undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn Árni Ólafsson, skipulagsfræðingur. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn vegna annarra starfa.
Á 905. fundi byggðaráðs þann 3. maí s.l. voru áfram til umfjöllunar skipulagsmál í Túnahverfi vegna umsókna um parhúsalóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 og andmæla íbúa í Túnahverfi. Ákveðið var að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði, umhverfisráði, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og Árna Ólafssyni, skipulagsfræðingi.
Til umræðu ofangreint.
Monkia vék a fundi kl. 13:53 til annarra verkefna.
Haukur, Helga Íris, Eva og Árni viku af fundi kl. 14:07.
Þórhalla og Kristján viku af fundi kl. 14:13.