Tekinn fyrir upplýsingapóstur til sveitarfélaga frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum varðandi opinber innkaup skv. lögum nr. 120/2016 sem opinberum aðilum eins og sveitarfélögum ber að fara eftir en þann 31. maí taka gildi nýjar viðmiðunarfjárhæðir skv. 1. mgr. 23. gr.laganna. Þá lækka verulega viðmiðunarfjárhæðir sem kveða á um útboðsskyldu.
Sveitarstjóri greindi frá fjarfundarnámskeiði um opinber innkaup sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt til kynningar laganna sem hann, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs og leikskólastjóri Krílakots sátu. Þar var m.a. farið yfir samstarf sveitarfélaga og Ríkiskaupa og hvernig hægt er að þróa það samstarf til hagsbóta fyrir alla aðila.