Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, Dagbjört Sigurpálsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:08. Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar fagsviða voru boðaðir á fundinn undir þessum lið. Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreikning 2018. Arnar, Börkur og Dagbjört viku af fundi kl. 15:52.
Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. "
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöður ársreiknings Dalvikurbyggðar 2018.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 167.133.000 og áætlun gerði ráð fyrir kr. 114.658.000 með viðaukum ársins 2018.
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er jákvæð um kr. 222.344.000 og áætlun gerði ráð fyrir kr. 158.126.000 með viðaukum ársins 2018.
Langtímaskuldir við lánastofanir voru í árslok 2018 kr. 737.246.000 en voru í árslok 2017 kr. 611.301.000. Á árinu 2018 var tekið lán að upphæð kr. 214.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Fjárfestingar ársins 2018 fyrir samstæðuna voru kr. 293.878.000 og gerði áætlun með viðaukum ráð fyrir kr. 291.690.000.
Afborganir langtímalána fyrir A- og B- hluta voru kr. 116.639.000.
Veltufé frá rekstri var kr. 433.157.000 fyrir A- og B- hluta. Árið 2017 var veltufé frá rekstri kr. 343.382.000.
Heildartekjur A- og B- hluta voru um 2.431,0 m.kr., þar af er útsvarið 40%, fasteignaskattur 4,9%, framlög úr Jöfnunarsjóði 25,7% og aðrar tekjur 29,5%.
Laun og launatengd gjöld eru 1.242,5 m.kr. eða um 51,4% af tekjum.
Veltufjárhlutfall A- og B- hluta var 1,22 og skuldahlutfallið 68,9%.
Einnig tóku til máls:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Byggðaráð þakkar Arnari Árnasyni fyrir komuna og góða yfirferð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.