Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer
a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:05.
Á 312. fundi sveitartjórnar þann 2. apríl 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs að skipulagsbreytingum þannig að stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er, Katrín Sif Ingvarsdóttir greiðir atkvæði á móti, Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Til umræðu ofangreint hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmdina á breytingunum. Einnig gerði sviðsstjóri grein fyrir ábendingum þeirra starfsmanna er sinna þeim störfum sem lögð verða niður á umhverfis- og tæknisviði.
Börkur Þór vék af fundi kl. 13:53.
b) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:53.
Til umræðu launasetning nýju starfanna miðað við gildandi kjarasamninga, starfsmat og fyrirliggjandi starfslýsingar um starf deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og starfsmanna Eigna- og framkvæmdadeildar.
Rúna Kristín vék af fundi kl. 14:06.