Vinabæjarmót í Borgå Finnlandi 26.-28.06.2019

Málsnúmer 201902153

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 898. fundur - 28.02.2019

Gunnþór Eyfjörð vék af fundi kl. 09:36 til annarra starfa.

Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.

Til umræðu ofangreint.
a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar.

Byggðaráð - 899. fundur - 07.03.2019

Á 898. fundi byggðaráðs þann 28. febrúar 2019 var eftifarandi bókað:

"Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.
a)Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samantekt frá síðasta vinabæjamóti.
b) Byggðaráð vísar ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar minnisblað innanhúss fyrrverandi sveitarstjóra frá 29. mars 2016 um undirbúningsfund í september 2015 vegna vinabæjamóts í Lundi í júní 2016 og minnispunktar innanhúss frá fyrrverandi upplýsingafulltrúa eftir vinabæjamótið í Lundi 2016.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.

Ungmennaráð - 21. fundur - 12.03.2019

"Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að vísa ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar.
Einnig var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki.

Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna.

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 15:49 vegna vanhæfis.


Á 21. fundi Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Jukka-pekka Ujula, borgarstjóra í Borgå í Finnlandi. Boðið er til vinabæjarmóts í Borgå dagana 26.-28.06.2019. Reiknað er með 2-6 þátttakendum og 2-6 ungmennum frá hverjum vinabæ. Skila skal þátttökutilkynningu fyrir 14.apríl 2019. Byggðaráð samþykkti á fundi sínum að vísa ofangreindu máli til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og ungmennaráðs til umsagnar. Einnig var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kanna fyrir umfjöllun Ungmennaráðs hvort og hvaða styrkir eru í boði ef lagt er til að ungmenni frá Dalvíkurbyggð sæki vinabæjamótið.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim styrkjum sem mögulegt er að sækja um ef ungmennaráð myndi sækja vinabæjarmótið. Besti möguleiki á að fá styrk er í gegnum Nordplus, en umsóknarfrestur rann út í febrúar og því ekki hægt að sækja um þar fyrir komandi vinabæjarmót. Fræðilega er möguleiki á að setja vinabæjarmótið upp sem ungmennaskipti, en þá þurfa öll löndin í vinabæjarsamstarfinu að koma að verkefninu og heppilegast er að slík umsókn færi fram hjá gestgjafa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi þekkir ekki fleiri staði sem hægt væri að sækja um styrki. Ungmennaráð tekur mjög jákvætt í erindið og telur þetta góðan vettvang til að ræða jafn mikilvægt málefni og umhverfismál. Allir aðalmenn ráðsins eru tilbúnir að gefa kost á sér að fara til Finnlands í sumar ef eftir því verður leitað. Ef aðilar ungmennaráðs fara út á slíkt vinabæjarmót telur ráðið mikilvægt að þeir sem fara, muni miðla af reynslunni til annarra ungmenna. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar erindinu og vísar því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta.

Byggðaráð - 903. fundur - 11.04.2019

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:43 vegna vanhæfis.

Á 901. fundi byggðaráðs þann 12. mars 2019 var áfram til umfjöllunar þátttaka Dalvíkurbyggðar í vinabæjamóti í Borgå í Finnlandi og frestaði byggðaráð erindinu og vísaði því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna frekar möguleikann um ofangreinda hugmynd um sameiginlega styrkumsókn með hinum vinarbæjum vegna ungmennaskipta. Skila þarf inn þátttökutilkynningu fyrir 14. apríl n.k.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir athugun íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar möguleika á að sækja um styrki sem athugun hans á ferðakostnaði. Styrkir til þátttöku eru ekki í myndinni. Á deild 21510 er gert ráð fyrir kr. 200.000 vegna ferðarkostnaðar og kr. 20.000 vegna gjafa.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sæki vinabæjamótið ásamt 2 ungmennum úr Ungmennaráði. Valið á fulltrúum Ungmennaráðs fari fram með útdrætti.