Tekin fyrir skýrsla frá flugklasanum Air66N. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni flugklasans á tímabilinu 20. okt 2017 - 20. mars 2018, markaðssetningu, flugfélög, innra starf og framtíðaráætlanir.
Helst ber að nefna flugferðir flugfélagsins Super Break frá Bretlandi í janúar og febrúar 2018. Þrátt fyrir ýmsa byrjendahnökra stefnir flugfélagið á áframhaldandi flug til Akureyri næsta vetur og hyggst auka brottfarirnar úr 15 upp í 30. Þá lítur út fyrir að ILS aðflugsbúnaður verði settur upp haustið 2018 en hann er talinn nauðsynlegur til að auðvelda lendingar stærri véla á Akureyrarvelli.