Byggðaráð

862. fundur 05. apríl 2018 kl. 13:00 - 15:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2017

Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, og Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, kl. 13:00.

Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.

Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2017.

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 231.954.000. Veltufé frá rekstri er jákvætt um kr. 343.382.000 og handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 378.526.000. Fjárfestingar samstæðu er kr. 502.176.000 og fjárfesting í félögum kr. 4.360.000. Söluverð eigna kr. 102.400.000. Tekin voru langtímalán að upphæð kr. 187.000.000 og afborganir langtímalána var kr. 156.988.000.

Arnar, Eyrún, Þorsteinn, Börkur, Valdís, og Heiða viku af fundi kl. 14:21.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Frá Háskólanum á Akureyri; Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018

Málsnúmer 201803086Vakta málsnúmer

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, verkefnisstjóra Sjávarútvegsmiðstöðvar, rafbréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018 að upphæð kr. 250.000. Undanfarin tvö ár hefur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann á Austurlandi sem og á Norðurlandi sumarið 2017. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu unglinga á sjávarútvegi. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Sauðárkrókur. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri þar sem gert er grein fyrir verkefninu og upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð frá verkefnisstjóra Sjávarútvegssmiðstöðvar við Háskólann á Akureyri, dagsett þann 3. apríl 2018.

Til umræðu ofangreint.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um styrk að upphæð kr. 250.000, vísað á deild 41210; Hafnasjóður.

3.Frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni; Fyrirspurn um húsgrunn við Tréverk

Málsnúmer 201804006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Níels Kristni Benjamínssyni og Ívari Breka Benjamínssyni, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2018, þar sem fram kemur fyrirspurn um hvort hægt sé að fá keyptan grunninn sem stendur við Tréverk og eru í eigu Dalvíkurbyggðar. Grunnurinn var keyptur af Björgunarsveitinni á Dalvík árið 2009.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði vegna skipulagsmála á svæðinu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sveitarfélagið selji frá sér grunninn en þá að undangenginni auglýsingu.

4.Frá Varasjóði húsnæðismála; Greining á rekstrargrundvelli félagslegara leiguíbúða

Málsnúmer 201803106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. mars 2018, þar sem fram kemur að í könnun Varasjóðs húsnæðismála 2017 kom fram að nokkur sveitarfélög nefndu skuldir sem vandamál vegna félagslegra íbúða, sem lítur bæði að rekstri íbúðanna og yfirveðsetningu. Varasjóður húsnæðismála leitaði til KPMG og óskaði eftir ráðgjöf vegna greiningar á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum sem tilgreindu skuldir sem vandamál. Nú liggur fyrir niðurstaða vinnu KPMG. Annars vegar er skýrsla með niðurstöðum greiningar í einstökum sveitarfélögum og hins vegar heildarskýrsla með niðurstöðum sem ná til allra sveitarfélaga sem til skoðunar eru. Varasjóður óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir birtingu þessara niðurstaðna í heild sinni og fyrir hvert og eitt sveitarfélag, fyrir 10. apríl n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við birtingu ofangreindra skýrslna.

5.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.

Málsnúmer 201803104Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Lagt fram til kynningar.

6.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.

Málsnúmer 201803116Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Lagt fram til kynningar.

7.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 201803105Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem kynnt er skýrsla flugklasans um starfið undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Ráðstefna um flug 13. apríl

Málsnúmer 201803114Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 28. mars 2018, þar sem frma kemur að Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N munu standa fyrir ráðstefnu um flugmál þann 13. apríl n.k. á Akureyri. Á ráðstefnunni mun fulltrúi Super Break verða með erindi þar sem rakin verður reynsla bresku ferðaskrifstofunnar af því að fljúga fólki til Akureyrar, hvert framhaldið verður hjá þeim og dregið fram hversu mikil áhrif þessar flugferðir hafa fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig verður rætt um Akureyrarflugvöll, hvernig staðan er og hvað þarf til að völlurinn geti sinnt sem best auknu millilandaflugi. Jafnframt verður rætt um tengingu Akureyrar við Keflavíkurflugvöll og stöðu innanlandsflugs á landinu.
Hvatt er til að taka daginn frá en nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar.



Lagt fram til kynningar.

9.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundur um fiskeldisstefnu sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 201804005Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 29. mars 2018, þar sem fram kemur að samtökin gangast fyrir opnum fundi um fiskeldisstefnu samtakanna föstudaginn 27. apríl nk. í Íslenska sjávarklasanum að Grandagarði 16, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 13:00.Þáttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með pósti á helga@samband.is.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sjúkrahúsinu á Akureyri; Ársfundur SAK

Málsnúmer 201803101Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, dagsettur þann 26. mars 2018, þar sem boðað er til ársfundar Sjúkrahússins á Akureyri 2018 fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 858. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201803113Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 858 frá 23. mars 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs