Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, og Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, kl. 13:00.
Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.
Arnar Árnason fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2017.
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 231.954.000. Veltufé frá rekstri er jákvætt um kr. 343.382.000 og handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 378.526.000. Fjárfestingar samstæðu er kr. 502.176.000 og fjárfesting í félögum kr. 4.360.000. Söluverð eigna kr. 102.400.000. Tekin voru langtímalán að upphæð kr. 187.000.000 og afborganir langtímalána var kr. 156.988.000.
Arnar, Eyrún, Þorsteinn, Börkur, Valdís, og Heiða viku af fundi kl. 14:21.