Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, verkefnisstjóra Sjávarútvegsmiðstöðvar, rafbréf dagsett þann 21. mars 2018, þar sem óskað er eftir styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018 að upphæð kr. 250.000. Undanfarin tvö ár hefur Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri rekið sjávarútvegsskóla yfir sumartímann á Austurlandi sem og á Norðurlandi sumarið 2017. Skólinn er ætlaður 14 ára nemendum sem eru að byrja í 9. bekk um haustið. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu unglinga á sjávarútvegi. Kennslustaðir á Norðurlandi eru Húsavík, Akureyri, Dalvík, Siglufjörður og Sauðárkrókur. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri þar sem gert er grein fyrir verkefninu og upplýsingum frá skólastjóra Dalvíkurskóla. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð frá verkefnisstjóra Sjávarútvegssmiðstöðvar við Háskólann á Akureyri, dagsett þann 3. apríl 2018.
Til umræðu ofangreint.