Málsnúmer 201904064Vakta málsnúmer
Á 904. fundi byggðaráðs þann 23. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 1. apríl 2019, þar sem kannaður er áhugi hjá sveitarfélaginu að taka þátt í opnunardegi Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) þann 8.júní næstkomandi með viðburði sem tengist leiðinni og Degi sjávar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þennan sama dag.
Ofangreint var til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar þann 15. apríl s.l. og gert ráð fyrir að fari fyrir fund Atvinnumála- og kynningarráðs þann 8. maí n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs, þjónustu- og upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir vinnufundi með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs s.l. föstudag um ofangreint og kynntu tillögur að dagskrá laugardaginn 8. júní 2019 vegna opnunar á Norðurstandarleiðinni og á Degi hafsins.
Til umræðu ofangreint.
Júlíus Magnússon boðaði forföll og varamaður hans, Sigvaldi Gunnlaugsson, mætti í hans stað.
Varaformaður, Tryggvi Kristjánsson, stjórnaði fundi.