Með tölvupósti, sem dagsettur er 1. apríl 2019, kemur eftirfarandi fram:
Eins og fram hefur komið hefur Markaðsstofa Norðurlands verið að vinna að uppbyggingu á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)á undanförnum árum. Nú eru rúmir 2 mánuðir í opnun langar okkur að biðja ykkur um að skoða möguleika á að halda viðburð þann 8. júní næstkomandi. Þessi dagur er dagur sjávar (World Ocean Day og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Tilgangur þessa dags er að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Þetta er sá dagur sem við höfum valið sem opnunardag Norðurstrandarleiðar.
Varðandi viðburðinn sjálfan þá viljum við með honum fagna opnun Norðurstrandarleiðar, nýju tækifæri í ferðaþjónustu. Okkur langar að benda ykkur á nokkra viðburði sem hægt væri að halda en þetta er þó alveg opið og allar hugmyndir vel þegnar:
-Hreinsun á ströndinni, þetta er frábært tækifæri til að tengja slíka hreinsun við World Ocean Day og fá þannig athygli með því að nýta markaðssetningu í gegnum þá aðila. Sjá nánar hér
https://www.worldoceansday.org/ -Viðburðir við ströndina
-Tónleikar
-Fræðsla
-Viðburður fyrir börnin
-Veiða á bryggjunni
-Opnun gönguleiðar
-Norðlenskur matur við ströndina
-Ofl
Þetta getur verið eitt af þessum atriðum eða mörg eða eitthvað allt annað. Við sendum þennan póst á sveitarfélögin 18 sem snerta Norðurstrandarleið og á næstunni munum við einnig senda nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það tengist sveitarfélögunum.
Viljum gjarnan heyra í ykkur hvort þið hefðuð áhuga á að taka þátt í þessu með okkur fyrir 1. maí næstkomandi. Við munum gera viðburðunum skil í fréttum frá okkur og tengja þá inn á World Ocean Day. Norðurstrandarleið hefur nú þegar fengið mikla athygli erlendra blaðamanna og væri frábært að ná kraftmiklu starti með spennandi viðburðum um allt Norðurland.