Veitu- og hafnaráð

85. fundur 08. maí 2019 kl. 08:00 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Dagur Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Kristján Hjartarson boðar forföll og mun Dagur Óskarsson situr fund í hans stað.

1.Viðburðir ACW á World Ocean Day

Málsnúmer 201904064Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, sem dagsettur er 1. apríl 2019, kemur eftirfarandi fram:
Eins og fram hefur komið hefur Markaðsstofa Norðurlands verið að vinna að uppbyggingu á Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)á undanförnum árum. Nú eru rúmir 2 mánuðir í opnun langar okkur að biðja ykkur um að skoða möguleika á að halda viðburð þann 8. júní næstkomandi. Þessi dagur er dagur sjávar (World Ocean Day og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Tilgangur þessa dags er að fagna og heiðra hafið og draga fram hversu mikilvægt er að passa hafið. Þetta er sá dagur sem við höfum valið sem opnunardag Norðurstrandarleiðar.

Varðandi viðburðinn sjálfan þá viljum við með honum fagna opnun Norðurstrandarleiðar, nýju tækifæri í ferðaþjónustu. Okkur langar að benda ykkur á nokkra viðburði sem hægt væri að halda en þetta er þó alveg opið og allar hugmyndir vel þegnar:

-Hreinsun á ströndinni, þetta er frábært tækifæri til að tengja slíka hreinsun við World Ocean Day og fá þannig athygli með því að nýta markaðssetningu í gegnum þá aðila. Sjá nánar hér https://www.worldoceansday.org/
-Viðburðir við ströndina
-Tónleikar
-Fræðsla
-Viðburður fyrir börnin
-Veiða á bryggjunni
-Opnun gönguleiðar
-Norðlenskur matur við ströndina
-Ofl

Þetta getur verið eitt af þessum atriðum eða mörg eða eitthvað allt annað. Við sendum þennan póst á sveitarfélögin 18 sem snerta Norðurstrandarleið og á næstunni munum við einnig senda nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það tengist sveitarfélögunum.
Viljum gjarnan heyra í ykkur hvort þið hefðuð áhuga á að taka þátt í þessu með okkur fyrir 1. maí næstkomandi. Við munum gera viðburðunum skil í fréttum frá okkur og tengja þá inn á World Ocean Day. Norðurstrandarleið hefur nú þegar fengið mikla athygli erlendra blaðamanna og væri frábært að ná kraftmiklu starti með spennandi viðburðum um allt Norðurland.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra að ræða við hagsmunaaðila um að koma á fót hreinsunardegi við hafnir Dalvíkurbyggðar sem mundi verða laugardaginn 8. júní. Þessi viðburður verður í samvinnu við atvinnumála- og kynningarráð Dalvíkurbyggðar.

2.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 201904066Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 5. apríl 2019, frá Umhverfisstofnun, er vakin athugli á því að komið sé að endurskoðun áætlun hafna Dalvíkurbyggðar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum. Gildandi áætlun var staðfest af Umhverfisstofnun 17. apríl 2018 og átti að gilda í þrjú ár.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri uppfæri núgildandi áætlun og sendi hana til Umhverfisstofnunar til staðfestingar.

3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 201901088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 412. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 13:00. Fundurinn var haldinn í Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík. Um símafund var að ræða.
Lögð fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201711062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201905024Vakta málsnúmer

Í núgildandi gjaldskrá fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar er álögðu aflagjaldi skipt í tvo gjaldflokka sem taka mið af lönduðum afla. Ábendingar hafa borist um ósanngirni þessarar skiptingar á gjaldinu frá viðskiptavinum Hafnasjóðs.

Sviðsstjóri leggur til við veitu- og hafnaráð að gjaldskrá Hafnasjóðs verði breytt þannig að einungis verði um eitt aflagjald að ræða þ.e. 1,27%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra um breytingu á álögðu aflagjaldi í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.

6.Hafnarreglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar til staðfestingar.

7.Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, endurskoðun 2019

Málsnúmer 201902129Vakta málsnúmer

Reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur var send lögfræðingi sveitarfélagsins til skoðunar. Lagði hann til minniháttar breytingar á þeim drögum sem hafa verið kynnt á fundum ráðsins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að sviðstjóri sendi fyrirliggjandi drög að reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur til staðfestingar.

8.Gjaldskrár vatnsveitna - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Málsnúmer 201904108Vakta málsnúmer

905. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar kemur eftirfarandi fram:

„Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu. Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því. Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar.“
Lagt fram til kynningar.

9.Samráðsfundur 2019

Málsnúmer 201905025Vakta málsnúmer

Á fundinn var mættur Pétur Ólafsson, hafnastjóri Hafnasamlags Norðurlands og formaður Cruise Iceland. Pétur gerði ráðsmönnum grein fyrir starfssemi félagsins Cruise Iceland og svaraði fyrirspurnum.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að haldinn verði sameiginlegur fundur með atvinnumála- og kynningarráði þar sem tekið yrði til athugunar hvort vinna eigi að móttöku skemmtiferðaskipa í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Dagur Óskarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Rúnar Þór Ingvarsson Starfsmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs