Frá umhverfis- og tæknisviði; Tilboð í leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut.

Málsnúmer 201710099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 844. fundur - 09.11.2017

Þann 18. október s.l. var auglýst til leigu Gæsluvallarhúsið við Svarfaðarbraut á Dalvík. Óskað var eftir tilboði í leiguna og var fresturinn til 1. nóvember s.l.

Tvö tilboð bárust:
1. Vignir Þór Hallgrímsson og Margrét Víkingsdóttir, kr. 15.000 á mánuði með hita og rafmagni. Notkun: Vinnustofa.
2. Dagur Óskarsson, kr. 20.000 - kr. 30.000 á mánuði.Endanleg útfærsla kostnaðar myndi vera samningsatriði m.t.t. hita, rafmagns og aðkallandi viðhalds. Ef til þess kæmi, þá er Dagur enn fremur reiðubúinn að sinna lagfæringum/viðhaldi á húsnæðinu eftir aðstæðum. Notkun: Hönnun og smíði á handgerðum skíðum.

Til umræðu ofangreint.

Ingvar vék af fundi kl.14:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að semja við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, um leigu í allt að 12 mánuði með fyrirvara um að starfsemin valdi ekki nágrönnum ónæði.

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, í leigu á gæsluvellinum við Svarfaðarbraut í allt að 12 mánuði.

Leigusamningurinn rann út 31.12.2018.

Fyrir liggur beiðni frá Degi Óskarssyni, rafpóstur til Umsjónarmanns fasteigna dagsettur þann 21. desember 2018, um áframhaldandi leigu.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að fyrir liggur beiðni frá Degi um leigu í eitt ár.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli ofangreinds og leggja fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Á 906.fundi byggðaráðs þann 9.maí samþykkti byggðaráð að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli tilboðs til áframhaldandi leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut til eins árs og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að nýjum leigusamningi skv. ofangreindu.

Þá var lögð fram á fundinum ósk frá sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs um heimild til að gefa eftir eins mánaðar leigu þar sem húsnæðið nýttist ekki leigutaka til þeirrar starfsemi sem hann stundar í húsinu vegna rafmagnsleysis í mánaðartíma í vor.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að ganga frá málinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að fella niður leigu eins mánaðar skv. erindinu.