Þann 18. október s.l. var auglýst til leigu Gæsluvallarhúsið við Svarfaðarbraut á Dalvík. Óskað var eftir tilboði í leiguna og var fresturinn til 1. nóvember s.l.
Tvö tilboð bárust:
1. Vignir Þór Hallgrímsson og Margrét Víkingsdóttir, kr. 15.000 á mánuði með hita og rafmagni. Notkun: Vinnustofa.
2. Dagur Óskarsson, kr. 20.000 - kr. 30.000 á mánuði.Endanleg útfærsla kostnaðar myndi vera samningsatriði m.t.t. hita, rafmagns og aðkallandi viðhalds. Ef til þess kæmi, þá er Dagur enn fremur reiðubúinn að sinna lagfæringum/viðhaldi á húsnæðinu eftir aðstæðum. Notkun: Hönnun og smíði á handgerðum skíðum.
Til umræðu ofangreint.
Ingvar vék af fundi kl.14:39.