Byggðaráð

844. fundur 09. nóvember 2017 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttur mætti á fundinn í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201710070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Nýting Ungó

Málsnúmer 201709004Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið, kl. 13:23.

Á 839. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 12. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00. Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf." Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l. Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017. Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.; 1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum. 2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði. Til umræðu ofangreint. Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að funda með forsvarmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf. og ræða meðal annars nýtingu á Ungó og samningamál."

Sveitarstjóri og sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerðu grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur og Gísla, Eiríks og Helga ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leggja fyrir byggðaráð drög að auglýsingu varðandi útleigu á Ungó utan starfstíma Leikfélags Dalvíkur sem og drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur og drög að samningi við mögulegan leigutaka að Ungó fyrir utan starfstíma Leikfélagsins.

3.Frá 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs frá 7.11.2017; Ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum

Málsnúmer 201709117Vakta málsnúmer

Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000"

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:54.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

4.Málefni "Gamla skóla"

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 14:01.

Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar og tillögur vinnuhóps sem byggðaráð og síðan sveitarstjórn samþykktu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga vinnuhópsins (vinnugögn) en fyrir liggur að flestar tillögur vinnuhópsins hafa verið framkvæmdar eða þær eru í vinnslu. Með fundarboði fylgdi einnig: Skýrsla vinnuhóps um nýtingu húsnæðis Gamla skóla. Málsnr. 201511067. Skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu Ungós. Málsnr. 201506051. Skýrsla vinnuhóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla. Málsnr. 201512115. Til umræðu ofangreint. Eftirfarandi er lagt til: a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áætlun unnin af AVH dagsett í október 2017, er varðar mat á þörf á viðhaldi og endurbótum á "Gamla skóla".

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi til ríkisins um húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum.

5.Frá umhverfis- og tæknisviði; Tilboð í leigu á gæsluvallarhúsi við Svarfaðarbraut.

Málsnúmer 201710099Vakta málsnúmer

Þann 18. október s.l. var auglýst til leigu Gæsluvallarhúsið við Svarfaðarbraut á Dalvík. Óskað var eftir tilboði í leiguna og var fresturinn til 1. nóvember s.l.

Tvö tilboð bárust:
1. Vignir Þór Hallgrímsson og Margrét Víkingsdóttir, kr. 15.000 á mánuði með hita og rafmagni. Notkun: Vinnustofa.
2. Dagur Óskarsson, kr. 20.000 - kr. 30.000 á mánuði.Endanleg útfærsla kostnaðar myndi vera samningsatriði m.t.t. hita, rafmagns og aðkallandi viðhalds. Ef til þess kæmi, þá er Dagur enn fremur reiðubúinn að sinna lagfæringum/viðhaldi á húsnæðinu eftir aðstæðum. Notkun: Hönnun og smíði á handgerðum skíðum.

Til umræðu ofangreint.

Ingvar vék af fundi kl.14:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að semja við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, um leigu í allt að 12 mánuði með fyrirvara um að starfsemin valdi ekki nágrönnum ónæði.

6.Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Dalvíkurhöfn:Fyllingu við Austurgarð Verðkönnun.

Málsnúmer 201711035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:41.

Þorsteinn kynnti niðurstöðu úr verðkönnun vegna fyllingu við Austurgarð Dalvíkurhafnar:

Árni Helgason ehf
25.400.000
100,0%

Steypustöðin Dalvík ehf
27.600.000
108,7%

Dalverk eignarhaldsfélag ehf 31.260.000
123,1%

boðið efni frá Ytra-Hvarfi
Dalverk eignarhaldsfélag ehf 33.760.000
132,9%


Kostnaðaráætlun var kr. 28.600.000.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf, með fyrirvara um umsögn veitu- og hafnaráðs.

7.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð; jan - sept, kl. 14:00.

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september.
Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum.

8.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið

Málsnúmer 201710103Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 31. október 2017, þar sem kynnt er framvindan í verkefninu Arctic Coast Way. 17 sveitarfélög eru nú tengd verkefninu.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Dómsmálaráðuneytinu; Til sveitarfélaga vegna greiðslu kostnaðar við kosningar 28. október 2017

Málsnúmer 201710108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Dómsmálaráðuneytinu, dagsett þann 30. október 2017, þar sem kynnt er samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um greiðslur til sveitarfélaga vegna starfa undirkjörstjórna og kjörstjórna auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, kjörkassa og önnur áhöld vegna kosninga til Alþingis þann 28. október s.l.:


1. Fyrir hvern kjósanda á kjörskrá eins og fjöldi þeirra var í lok kjördags SBR. 27. gr. laga nr. 24/2000 646 krónur.
2. Fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákvað skv. 1. mgr. 68. gr. laga nr. 24/2000 481.000 krónur.

Lagt fram til kynningar.

10.Frá Eyþingi; Aðalfundur 2017

Málsnúmer 201710101Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 27. október 2017, þar sem kynnt er dagskrá aðalfundar Eyþings sem haldinn verður á Siglóhóteli Siglufirði 10. og 11. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Eyþingi; 300. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201701030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings nr. 300 frá 25. október 2017.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 853. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 853 frá 27. otkóber 2017.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2017

Málsnúmer 201711025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 30. október 2017, þar sem tilkynnt er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 31. október verður þá hlutfall af 50 m.kr. eða kr. 842.000.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs