Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000"
Til umræðu ofangreint.
Hlynur vék af fundi kl. 13:54.
Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000.