Íþrótta- og æskulýðsráð

95. fundur 07. nóvember 2017 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017

Málsnúmer 201711010Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.

Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 4. janúar 2018 kl. 16:00.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2017

Málsnúmer 201710051Vakta málsnúmer

Nú þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.

3.Skýrsla forstöðumanns Vinnuskóla 2017

Málsnúmer 201710050Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu forstöðumanns Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.

4.Ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum

Málsnúmer 201709117Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna.

Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000.

5.Gjaldskrá íþrótta- og æskulýðsmál 2018

Málsnúmer 201711011Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Gjaldskráin tekur breytingum miðað við neysluverðsvísitölu. Gerðar voru smávægilegar breytingar til að rúna af vísitöluhækkun.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi