Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 6.maí 2019, þar sem fram kom að á síðasta fundi nefndarinnar var til umræðu sú hugmynd / tillaga um þéttingu byggðar frá Umhverfisráði, sem er lóð fyrir parhús, norðan Hringtúns og ofan við kirkjugarðinn. Fram kemur að það er einróma álit sóknarnefndar að til framtíðar er þessi hugmynd um lóð þetta nálægt kirkjugarðinum óásættanleg. Rök fyrir þessu er að í framtíðinni sér sóknarnefndin fyrir sér stækkun garðsins í þessa átt og það sé mikill fengur að þurfa ekki að fara lengra með greftunarsvæði. Óskað er eftir að þessi athugasemd verði tekin til greina.
Til umræðu ofangreint.