Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins:
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum."
Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar fund með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. þann 30. apríl 2019. Gagntilboð Gísla, Eiríks og Helga ehf. er kr. 50.000 á mánuði auk hita og rafmagns til tveggja ára frá og með maí 2019. Leikfélag Dalvíkur geti fengið afnot 2x2 mánuði en yrði þá skilgreint í samningi. Leigugreiðslur falli þá niður þann tíma. Það verði samt opið í samningnum að ef Leikfélag Dalvíkur tilkynnir með góðum fyrirvara að það hyggist ekki nota sinn tíma í húsinu þá geti Gísli,Eiríkur og Helgi ehf. fengið húsið þann tíma og greitt þá leigu fyrir það, sbr.tilboð þeirra hér að ofan.
Gerður verði samningur milli þeirra og Leikfélags Dalvíkur eins og áður hefur verið vegna leigu á búnaði.
Til umræðu ofangreint.